Bíó og TV

Birt þann 14. mars, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nörd í Reykjavík – Nýir íslenskir þættir um nördamenningu

RÚV mun frumsýna Nörd í Reykjavík, nýja íslenska þáttaröð þar sem Dóri DNA mun dýfa tánum í hinn undurfagra töfraheim íslenskrar nördamenningu. Fyrsti þátturinn verður sýndur á RÚV í kvöld, fimmtudaginn 14. mars, kl. 20:00. Þættirnir verða í framhaldinu á dagskrá á sama tíma vikulega næstu fimm vikurnar. Í fyrsta þætti mun Dóri kynna sér LARP menninguna, en auk þess mun hann kynna sér cosplay, Miðgarð nördaráðstefnuna, rafíþróttir og fleira í komandi þáttum

Hægt er að sjá brot úr fyrsta þætti Nörd í Reykjavík hér á RUV.is.

Mynd: Skjáskot úr fyrsta þætti

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑