Bíó og TV
Birt þann 15. mars, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Nörd í Reykjavík – Efnisyfirlit yfir alla fimm þættina
Í gær var fyrsti þátturinn í þáttaröðinni Nörd í Reykjavík sýndur á RÚV og lofar fyrsti þátturinn góðri seríu. Þættirnir verða framvegis sýndir á fimmtudagskvöldum á RÚV kl. 20 þar sem Dóri DNA mun kynna sér valin þemu úr hinum íslenska nördaheimi. Í fyrsta þættinum var LARP, eða kvikspuni eins og það kallast á íslensku, til umfjöllunar og rætt við þá sem þekkja þann heim vel hér á landi. En um hvað verður fjallað í næstu þáttum? Hér fyrir neðan er að finna efnisyfirlit yfir alla fimm þættina sem sýndir verða á komandi vikum.
- þáttur (14. mars) – LARP (horfa á RUV.is)
- þáttur (21. mars) – Búningar: cosplay og furry
- þáttur (28. mars) – Tölvuleikir
- þáttur (4. apríl) – Dungeons and Dragons
- þáttur (11. apríl) – Spil: borðspil, Warhammer, Watch the Skies o.fl.