Fréttir

Birt þann 19. mars, 2019 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Google kynnir nýja leikjaveitu sem getur streymt leikjum í 4K

Google kynnti til sögunnar nýja leikjaveitu fyrr í dag á GDC (Game Developer Conference) sem kemur á markaðinn síðar á þessu ári. Leikjaveitan nefnist Stadia og er hún hönnuð til þess að streyma leiki beint af netinu.

Stadia virkar þannig að notandinn streymir leiki í gegnum netið á nánast hvaða snjalltæki eða einkatölvu sem er. Þannig þurfa notendur ekki endilega að eiga góðan vélbúnað fyrir leikina þar sem Google mun sjá um alla vinnsluna á öðrum enda. Að sögn Google getur Stadia streymt leiki í 4K og jafnvel skartað leiki í betri gæðum heldur en PS4 Pro og Xbox One X til samans.

Ef leikjaveitan virkar jafnvel og Google gefur til kynna getur Stadia leitt til algjöra byltingu fyrir tölvuleikjaiðnaðinn.

Ef leikjaveitan virkar jafnvel og Google gefur til kynna getur Stadia leitt til algjöra byltingu fyrir tölvuleikjaiðnaðinn. Leikjaframleiðendur þurfa því ekki að einblína á einn einstakan vélbúnað líkt og tíðkast hefur. Þá hafa framleiðendur meira frelsi og geta því hugsað vel út fyrir kassann.

Google hefur nú þegar verið að þróa þessa tækni í samstarfi við leikjafyrirtæki á borð við Ubisoft, id og fleiri. Hvorki verðskrá var gefin upp á blaðamannafundinum né útgáfudagur fyrir leikjaveituna. Hins vegar verður Stadia gefin út einhvern tímann á þessu ári svo það er eitthvað til þess að hlakka til á næstunni.

Það verður fróðlegt að sjá þróunina í leikjaiðnaðinum á næstu árum, sérstaklega þar sem Sony og Microsoft eru örugglega langt komnir í framleiðslu PS5 og Xbox Two.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑