Birt þann 17. nóvember, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Tölvuleikjatitlar íslenskaðir – Girnd í glannaskap, Vagnarök og Stríð Stéttarfélaganna
Emil Hjörvar Petersen rithöfundur stofnaði áhugaverðan þráð á Tölvuleikjasamfélaginu á Facebook fyrr á þessu ári þar sem hann leggur til að notaðir séu íslenskar þýðingar á titlum tölvuleikja. Þráðurinn náði miklum vinsældu hefur tölvuleikjasamfélagið komið með fjöldann allan af skemmtilegun þýðingum á þekktum tölvuleikjatitlum.
Emil Hjörvar leggur til meðal annars til að Elder Scrolls verði héðan í frá betur þekkt sem Öldungabókrollur á íslensku, Far Cry fær þýðinguna Óp í fjarska og Grand Theft Auto fær heitið Stófenglegur bifreiðaþjófnaður. Lítum á nokkur fleiri skemmtileg dæmi úr þessum umræðuþræði.
Við hvetjum svo skapandi lesendum til að deila með okkur skemmtilegum þýðingum á tölvuleikjatitlum í kommentakerfinu hér fyrir neðan.
TÖLVULEIKJATITILL | ÞÝÐING | HÖFUNDUR ÞÝÐINGAR |
Animal Crossing | Dýrabær | Jónas Sturla |
ARK: Survival Evolved | Mannkynssagan | Tómas Óskar Friðriksson |
Baldur’s Gate | Baldursgerði | Dagur Helgason |
Baldur’s Gate II | Baldur skeit aftur | Bjarki Þór |
Broforce | Gauragangur | Erling G. Kristjánsson |
Borderlands | Á ystu nöf | Jónas Sturla |
Call Of Duty | Skyldan Kallar | Valdimar Friðjón Jónsson |
Call of Duty: Modern Warfare | Skyldan Kallar: Nútíma Stríðsrekstur | Kolbjörn Ivan Matthíasson |
Carmageddon | Vagnarök | Árni Víkingur |
Civ VI | Sið VI | Hjalti Sigurðarson |
Civilization | Samfélag | Jón Örn Arnarson |
Command & Conquer: Red Alert 2 – Yuri’s Revenge | Skipanir og Yfirtökur: Rauð Viðvörun 2 – Hefnd Jórmundar | Kári Ólafsson Elínarson |
Counter-Strike: Global Offensive | Afgreiðsluborðs-Verkfall: Alþjóðleg Framsókn | Guðmundur Kristjánsson |
CS:GO | Gagnverkfall: Alþjóðlega móðgandi | Guðmundur Helgason |
Cuphead | Bollakollur | Kári Ólafsson Elínarson |
Death Stranding | Reynisfjara | Jónas Sturla |
Devil May Cry 3: Dante’s Awakening | Djöflar Mega Gráta 3; Darri Þarf Að Deyja | Gauki Smárason |
Devil May Cry 3: Dante’s Awakening | Djöfulli Geturu Grenjað: Dante fer á Fætur | Hreiðar Smárason |
Dishonored | Smánaður | Emil Hjörvar Petersen |
Dragon Ball FighterZ | Drekaböllur Z : Zlagsmálamenn | Hreiðar Smárason |
Duke Nukem Forever | Hertogi Kjarnorkusprengjum’þá að eilífu | Diðrik Stefánsson |
Elder Scrolls | Öldungabókrollur | Emil Hjörvar Petersen |
Elder Scrolls | Stríð á Sturlungaöld | Jóhann Steinn |
Elder Scrolls: Morrowind | Eldri Bókrullurnar: Morgunvindur | Haukur Þór Jóhannsson |
EVE Online | Eva á línunni | Magnús Þorsteinsson |
EVE Online | Eva á netinu | Baldvin Þorsteinsson |
EVE: Valkyrie | Eva: Valkyrja | Baldvin Þorsteinsson |
Fallout | Ofanfall | Emil Hjörvar Petersen |
Fallout | Eftir hvellinn mikla | Jóhann Steinn |
Far Cry | Óp í fjarska | Emil Hjörvar Petersen |
Far Cry | Á ystu nöf | Jóhann Steinn |
Final Fantasy 7 | Hinstu hugarórar 7 | Guðbjartur Nilsson |
FTL (Faster Than Light) | Ljósnet Símans | Tómas Óskar Friðriksson |
Fortnite | Virkismiðir | Davíð Már |
Grand Theft Auto | Stórfenglegur bifreiðaþjófnaður | Emil Hjörvar Petersen |
Grand Theft Auto | Bófar á Bifreiðum | Jóhann Steinn |
Guild Wars | Stríð Stéttarfélaganna | Dagur Helgason |
Half-Life | Helmingunartími | Emil Hjörvar Petersen |
Half-Life | Hálft líf | Emil Hjörvar Petersen |
Helldivers | Heljardýfingar | Davíð Már |
Heroes of the Storm | Ofurhugar í Óveðri | Jón Haukur Pétursson |
Icewind dale | Ísafjörður | Ari Björn Ólafsson |
Just Cause | Af því bara | Andri Örn Erlingsson |
League of Legends | Deild Goðsagnanna | Aron Páll Karlsson |
Left 4 Dead | Vinstri fjórir dauður | Emil Hjörvar Petersen |
Leisure Suit Larry in the Land of the Lounge Lizards | Unnar unaðsseggur í undraheimi ungu ufsagrýlanna | Sigursteinn J Gunnarsson |
Maniac Manson | Herrasetur heilabilađra | Helgi Laxdal |
Mass Effect | Altarisgönguáhrif | Emil Hjörvar Petersen |
Megaman 2 | Miklimađurinn 2 | Helgi Laxdal |
Metal Gear Solid | Málm gír í föstu formi | Daniel Þór Hannesson |
Minecraft | Námusmíði | Hafsteinn Már Andersen |
Mortal Kombat | Banvænn Bardagi | Kolbjörn Ivan Matthíasson |
Mortal Kombat | Barist á banaspjótum | Helgi Laxdal |
Mount & Blade | Hlað og blað | Ísleifur Jónsson |
Mount & Blade | Á ferð með sverð | Ísleifur Jónsson |
Naruto | Nonni Ninja | Tómas Óskar Friðriksson |
Need for Speed | Girnd í glannaskap | Gísli Karlsson |
Path of Exile | Útrásarvíkingar í Panama | Tómas Óskar Friðriksson |
Portal | Á barmi tveggja heima | Jóhann Steinn |
Portal | Gáttuð | Bjarki Þór |
PUBG | Óþekkti Leikmaðurinn á Vígvellinum | Hafsteinn Már Andersen |
QuizUp | SpurningarUppi | Baldvin Þorsteinsson |
Resdent Evil | Í klóm illskunnar | Jóhann Steinn |
Raft | Á reki | Jónas Sturla |
Red Dead Redemption | Rauð, dauð uppreisn | Hafrún Ingadóttir |
Red Dead Redemption | Rauð, dauð björg | Sigurborg Lilja |
Resident Evil 7: Biohazard | Illur íbúi 7: Bíó hasar | Kjartan Valur |
Rocket League | Rakettudeildin | Arnar Þór Óskarsson |
Shadow of the Colossus | Skuggi Tröllkallsins | Helga Vala Garðarsdóttir |
Sonic the Hedgehog | Bruni broddgöltur | Gísli Karlsson |
STALKER | Tengdó | Tómas Óskar Friðriksson |
StarCraft | Stjörnusmíđar | Helgi Laxdal |
Stardew Valley | Þarfaverk á Þykkvabæ | Bjarki Þór |
Street Fighter V: Arcade Edition | Götuslagsmál fimm. Spilakassa útgáfa! | Gummi Kári |
Super Mario Bros. | Ofur Magnúsar Bræður | Hákon Helgi Leifsson |
Team Fortress | Virkisvinir | Jón Haukur Pétursson |
The Secret of Monkey Island | Leyndardómur Apaeyjunnar | Hákon Helgi Leifsson |
Tom Clancy’s Rainbow Six Siege | Tom Clancy og Regnbogarnir Sex: Umsátrið | Jón Haukur Pétursson |
Tony Hawk: Pro Skater | Nonni Hauks: Fag-brettari | Kári Ólafsson Elínarson |
Trackmania | Götugeggjun | Gísli Karlsson |
Watch Dogs | Varðhundar | Hólmar Örn Valdimarsson |
Witcher | Nornarinn | Peter Halldórsson |
Witcher | Nornaveiðar á ystu nöf | Jóhann Steinn |
Worms Armageddon | Ánamaðkar: Heimsendir | Óðinn Kári Karlsson |
Worms Armageddon | Maðkar í mysunni: Áramót | Óðinn Kári Karlsson |
WoW | Veröld stríðsrekstrar | Egill Björnsson |
Uppfært 22. nóvember 2024: Fleiri tölvuleikjatitlum bætt við listann.