Birt þann 5. október, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
Leikjarýni: FIFA 19 – „EA Sports er á góðri leið með seríuna“
Samantekt: Vel heppnaður pakki með ótal hlutum sem endast vel í nokkra mánuði. EA Sports er á góðri leið með seríuna.
4
Góður
Haustið er komið og það þýðir auðvitað að við fáum nýjan leik í FIFA seríu EA Sports. Hvað er nýtt þetta árið? Það er algengasta spurningin. Stóri hluturinn þetta árið að mati flesta er að EA Sports er loks komið með leyfin á ný fyrir UEFA Meistaradeildina, Evrópukeppnina og Súper Bikarinn af PES seríu Konami.
Þessi viðbót við leikinn þetta árið er mjög áberandi þegar spilað er, hvort sem a í þeim leikstílum sem eru í boði eða í gegnum söguna í The Journey. Tónlistin og grafík er með helstu merki og lógó þegar er spilað í Meistaradeildinni og fá þeir sem kannast við kunnulega upplifun úr sjónvarpinu þar.
The Journey (söguhluti leiksins sem hófst í FIFA 17) endar hér sögu Alex Hunter sem byrjaði sem ungur knattspyrnumaður að reyna að komast að hjá liði og er nú kominn á toppinn hjá spænska stórveldinu Real Madrid. Að vera Galáctico er gríðaleg pressa, bæði innan og utan vallar, og fjallar saga Hunter mikið um þá togstreitu. Það er einnig hægt að spila sem vinur hans Danny Williams sem er enn eftir hjá liðinu sem þið spiluðu saman hjá og er að reyna að sanna sig í skugga eldri bróðurs.
Þriðja sagan segir frá systur Hunter, Kim Hunter og hennar takmarki að komast á Heimsmeistaramótið í fótbolta með bandaríska landsliðinu. Það er hægt að skipta á milli þessara þriggja saga, en það er mælt með að spila þetta í vissri röð. Þegar þú spilar sem Alex getur þú valið á milli lærimeistara eins og Isco, Modric, Varane ofl. Það er síðan hægt að spila sem þeir ásamt Alex í leikjum, en það verður oft meira ruglingslegra en skemmtilegt að mínu mati.
Ég hafði mest gaman af spila sem Danny og Kim, þeirra sögur voru betur skrifaðar en týpíska frægðardramað sem var hjá Alex.
Ég hafði mest gaman af spila sem Danny og Kim, þeirra sögur voru betur skrifaðar en týpíska frægðardramað sem var hjá Alex. Danny sérstaklega og sá sem ljáir honum útlit sitt og rödd, Chris Walters, stendur sig mjög vel. Hans saga er líklega sú auðveldasta að tengja sig við. Ég veit að þetta hljómar pínu kjánalega að vera að tala um söguna í FIFA, en svona er það bara. Stórstjörnur eins og Kevin De Bruyne, Neymar Jr, Paulo Dybala, og Alex Morgan koma við sögu og er leikur þeirra misgóður eins og má gera ráð fyrir.
Helstu breytingar á spilun leiksins þetta árið er að það hefur verið hægt á hraðanum frá FIFA 17 og nú er málið hægari og nákvæmari fótboltaspilun sem skiptir öllu máli. […] Nú er spilun í gegnum miðju vallarins miklu mikilvægari en áður.
Helstu breytingar á spilun leiksins þetta árið er að það hefur verið hægt á hraðanum frá FIFA 17 og nú er málið hægari og nákvæmari fótboltaspilun sem skiptir öllu máli. Það þýðir ekki að hlaupa upp kantinn með hraðan vængmann og gefa kross til að skora. Nú er spilun í gegnum miðju vallarins miklu mikilvægari en áður. Það er auðvelt að skipta um leikstíl með liðum í miðjum klíðum án þess að þurfa að hoppa í valmynd leiksins sem kemur að góðum notum þegar þú er t.d undir og þarf að breyta leikskipulaginu til að jafna leikinn.
Nú er hægt að tímasetja skotin betur með að tvísmella á skottakann og þá kemur upp mælistika sem stjórnar nákvæmninni og þá þarf að ýta á réttum tíma aftur á takkann til að ná góðu skoti. Þetta er ekki alltaf gott að nota og þarf að hafa í huga hvenær er rökrétt að nota þetta eða ekki.
Career mode er enn eitt árið lítið sem ekkert snertur af EA Sports og er það viss vonbrigði að sjá. Þessi hluti leiksins hefur þurft stóra yfirhalningu í nokkur ár núna og er leiðinlegt að sjá hve hann er staðnaður núna. Pro Clubs er annar hluti sem hefur lítið sem ekkert verður snertur heldur. Það er ljóst að Ultimate Team er enn og aftur lykilhluti EA Sports í leiknum og fær hann mestu athyglina, kemur kannski ekki á óvart miðað við hvaða tölur eru í fréttum um hvað útgáfurisinn EA græðir árlega bara á þessum hluta leiksins og korta pakka sölum. Það er vonandi að á næsta ári verður eitthvað meira gert við vissa eldri hluta FIFA sem eru komnir á tíma taka næsta skrefið í gæðum.
Kick-off eða exhibition mode eins og það hét áður, hefur fengið góða yfirhalningu og er núna hægt að spila með ýmsum nýjum reglum til að gera spilun á milli vina skemmtilegri og oft bráðfyndna.
Kick-off eða exhibition mode eins og það hét áður, hefur fengið góða yfirhalningu og er núna hægt að spila með ýmsum nýjum reglum til að gera spilun á milli vina skemmtilegri og oft bráðfyndna. Hægt er að slökkva á rangstöðu reglunni, bókunum fyrir brot o.fl. Fyrir vikið geta leikir orðið litríkir þegar gaddarnir á skónum fara að fljúga. Hægt er að spila í Survival mode, sem virkar þannig að í hvert sinn sem þú skorar þá missir þú mann útaf. Þetta gerir það að verkum að það gæti verið gáfulegra að fá á sig nokkur mörk í byrjun til að vinna það upp síðar þegar þú ert með fleiri leikmenn á vellinum en andstæðingur þinn. Einnig er hægt að stilla að bara mörk úr sköllum eða sendingum gilda o.fl. Þetta býður uppá góða skemmtun uppí sófa með vinum, en því miður er ekki hægt að spila þennan hluta á netinu.
Það eru um 35 deildir í leiknum þetta árið ásamt 55 landsliðum. Ítalska deildin er núna rétt nefnd. kínverska Súper deildin er ný þetta árið, en sú rússneska er ekki, sem hægt er að finna í PES 2019. Nýjir vellir eins og nýi heimvöllur Tottenham Hotspur er í leiknum (þó að hann sé enn í byggingu), ásamt öllum 20 völlum Ensku úrvalsdeildarinnar. Spænska deildin hefur fengið stóra uppfærslu og eini völlurinn sem er ekki er heimavöllur Barcelona, Cam Nou útaf samningi við Konami.
Alan Smith og Martin Tyler snúa aftur sem lýsendur leikja ásamt Lee Dixon og Derek Rae sem lýsa leikjum í Meistaradeildinni. Helstu merki, útlit o.fl. úr hinum ýmsu deildum víðsvegar um heim hafa verið uppfærð til að vera í samræmi við það sem fólk sér á sjónvarpsskjá þeirra.
Útlik leiksins er að mestu mjög flott og kemur leikurinn mjög vel út þegar er spilað á PlayStation 4 Pro leikjavél og á 4K sjónvarpi með HDR liti. Það er þó leiðinlegt er rammahraði leiksins (fps) höktir stundum, eitthvað sem verður vonandi lagað sem fyrst. Leikmenn líta almennt mjög vel út og líkir sér sjálfum, þó eru dæmi um skrítin andlit eins og t.d Ander Herrera og Nemanja Matić hjá Manchester United sem virka eitthvað frosnir og frekar ólíkir sér sjálfum.
Þegar upp er staðið er FIFA 19 vel heppnaður pakki með ótal hlutum til að láta ykkur endast í leiknum í þó nokkra mánuði. The Journey endar að mestu vel en hefði mátt vera með betri tengsl á milli hvernig þú spilaðir og sögunnar, síðan er hún aðeins og löng að mínu mati. Vonandi fáum við að sjá Danny Williams leiða hana á næsta ári. EA Sports er á góðri leið með seríuna en má ekki gleyma hlutum eins og Career Mode og einblína bara á það sem er hægt að græða auka peninga á eins og í Ultimate Team og kannski fæla frá suma sem vilja ekki eyða peningum eða spila bara á netinu.