Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Red Dead Online
    Fréttir

    Red Dead Online

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson21. september 2018Uppfært:21. september 2018Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Rockstar Games kynntu í gær Red Dead Online, sem er nethluti hins stóra heims Red Dead Redemption 2.

    Red Dead Online er þróun af því sem við sáum í upprunalega Red Dead Redemption sem kom út árið 2010 og fékk góða dóma og seldist í yfir 15 milljónum eintaka og sankaði að sér fullt af verðlaunum þegar árið var gert upp.

    Red Dead Online mun blanda saman keppnis- og co-op spilun á nýja vegu og nota spilun úr RDR 2 leiknum sem grunn að sögn Rockstar Games. Fyrirtækið lofar reglulegum viðbótum við þennan hluta leiksins og verður það líklega ekki ólíkt því hvað fyrirtækið hefur gert með GTA Online síðustu árin.

    Hvort að þetta verður eins mikið “peninga-plokk”  og GTA Online hefur stundum verið, er erfitt að giska á. Vonandi fáum við að sjá alvöru DLC (niðurhalsefni) fyrir leikinn ofan á allt hitt.

    Red Dead Online mun koma út í nóvember á þessu ári, fyrst sem opið beta og munu nánari upplýsingar verða gefnar úr þegar nær dregur. Fyrirtækið býst við einhverjum byrjunarörðugleikum í byrjun eins og gerðist með GTA Online.

    Það er nóg að eiga eintak af Red Dead Redemption 2 á PlayStation 4 eða Xbox One til að spila á netinu þennan hluta leiksins. RDR 2 kemur út þann 26. október á þessu ári fyrir PS4 og Xbox One. Ekkert hefur verið sagt um væntanlega PC útgáfu leiksins, RDR fékk engan en GTA leikirnir hafa alltaf komið á PC svo vonandi gerir þessi það einnig.

    Hægt er að lesa nánar um Red Dead Online með að kíkja á viðtal sem IGN vefurinn átti við fyrirtækið hérna: http://www.ign.com/articles/2018/09/19/red-dead-online-devs-reveal-first-details

    Red Dead Redemption 2 Rockstar Games
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÍslenskur ævintýraleikur og sýndarveruleiki til umfjöllunar í kvöld
    Næsta færsla Leikjarýni: NBA2K19 „Góður en gráðugur“
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.