Fréttir

Birt þann 19. júlí, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Middle-Earth: Shadow of War losar sig við umdeilda loot boxes

Fyrir stuttu kom út frí uppfærsla fyrir leikinn Middle-Earth: Shadow of War sem fjarlægði hið umdeilda peninga „loot box“ kerfi sem var í leiknum þegar hann kom út í fyrra. Efnahag leiksins er breytt en auk þess eru ótal aðrar breytingar í uppfærslunni sem gera leikinn betri í spilun og útlitið flottara.

Í upprunalega kerfi leiksins var hægt að kaupa „War Chests” sem innihélt mjög sterka orka sem gátu breytt spilun leiksins þér í hag. Þetta var sérstaklega áberandi í síðari hluta leiksins þegar leikurinn ýtti spilaranum á köflum í að eyða peningum nema að honum langaði að eyða ótal tíma í að „grinda“ í leiknum til að komast áfram.

Þetta dró úr annars fínum leik og var hluti af stórri umræðu í fyrra um hlutverk „loot boxes“ í tölvuleikjum og hvernig það kerfi var að verða að peningaplokki.

Monolith Productions, hönnuðir leiksins, hafa notað tækifærið og breytt nafni síðasta hluta leiksins úr Shadow Wars yfir í Epilogue. Sigrar í Epilogue munu verðlauna leikmenn með „Masks of the Nazgûl“ sem opna fyrir nýja krafta, þ.á.m. þann möguleika að endurreisa þá dauðu. Einnig er í boði endalaus hluti sem leyfir fólki að halda áfram að spila leikinn að loknum kreditlista.

Monolith hefur einnig bætt Nemesis óvinakerfi leiksins með fleiri hæfileikaríkari orkum, fleiri þjálfunarskipunum og möguleikann á að fylgjendur þínir færi þér gjafir, hægt er að ná uppí lvl. 80 núna og eftir það halda áfram að fá stig í hæfileikatréð.

Þessar breytingar ættu að gera leikinn mjög spennandi til að kíkja á aftur, eða í fyrsta sinn, ekki verra er ef þið spiluðu Middle-Earth: Shadow of Mordor því þá er hægt að færa uppáhalds vina og óvina orkana yfir í nýja leikinn.

Hægt er að finna nánari upplýsingar á heimasíðu Monolith.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑