Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Danger Zone 2 – „bara eitt skipti enn!”
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Danger Zone 2 – „bara eitt skipti enn!”

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson26. júlí 2018Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Breska fyrirtækið Three Fields Entertainment var stofnað eftir að margir fyrrum starfsmenn Criterion Games yfirgáfu fyrirtækið og stofnuðu ný leikjastúdíó.

    Fyrir tveimur árum gaf fyrirtækið út sinn fyrsta leiki, Dangerous Golf, sem var blanda af Crash Mode úr gömlu Burnout leikjunum og PGA golfleik. Ári síðar kom út Danger Zone sem var nær Crash Mode og gerðist allur á lokaðri prufubraut. Nú er fyrirtækið mætt með Danger Zone 2 sem er opnari leikur en áður sem minnir mikið á það sem gerði Crash Mode svo skemmtilegt.

    Leikurinn keyrir á nýju Unreal 4 grafíkvélinni og keyrir í allt að 4k upplausn á Xbox One X á 30 fps og með möguleikanum að spila í 1080p upplausn og 60 römmum á sek. Á PlayStation 4 Pro er 4K upplausn náð með „Checker-board” blöndu sem fer nálægt 4K í gæðum og uppfærðri útgáfu í 1080p. Á PC er fólk auðvitað bara takmarkað að hve kraftmiklum vélbúnaði það er með.

    Í DZ 2 er heimurinn loksins opnaður og er það mikið frelsi frá lokuðum heimi fyrri DZ leiknum.

    Í DZ 2 er heimurinn loksins opnaður og er það mikið frelsi frá lokuðum heimi fyrri DZ leiknum. Nú keyra leikmenn um á hraðbrautum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Spáni og er hægt að valda enn meiri usla en áður á 23 brautum, þremur bónusborðum sem opnast upp þegar þú ert búin með aðalborðin. Einnig eru sex þjálfunarborð sem kenna fólki á grunn leiksins.

    Á einfaldan hátt er hægt að lýsa spilun leiksins á þann hátt að takmarkið se´að valda sem mestum usla og skemmdum með því að keyra inn í bílaumferð, hitta á viss stigamerki og uppfylla bónus skilyrði sem allt hjálpar til við að setja sem hæðst skor á hverri braut. Hægt er að vinna sér inn brons, silfur, gull og platinum verðlaun og er auðvelt að sjá á stigatöflunni hvernig þér gengur og bera þig saman við annað fólk á netinu og auðvitað vinina.

    Það er mjög auðvelt að detta í „bara eitt skipti enn!” þegar maður er að spila leikinn og það er eitthvað við það að reyna að slá metið á borðinu og slefa í platinum verðlaunin. Þetta er eitthvað sem gerði Crash Mode svo ávanabindandi og það er jákvætt að leikurinn heldur í þetta.

    Borðin eru lengri en áður og hafa vissan aðdraganda áður en hasarnum er náð með sem flestum sprengingum og beygluðum bílum. Þú byggir upp hraða og reynir að uppfylla viss takmörk sem hvert borð hefur til að vinna þér inn fleiri stig. Eitt af því sem ég hafði mjög gaman af úr gamla Burnout Revenge er „traffick checking” eða keyra aftan á aðra bíla til að fleygja þeim á aðra bíla og oft yfir á aðrar akgreinar til að valda enn meiri usla. Bílar kastast til, velta og beyglast í neistum og sprengingum. Þú keyrir um á fólksbílum, leigubílum, formúlu 1 bíl og risa trukki og hjálpar þetta úrval bíla aðeins til uppá fjölbreyttnina í leiknum.

    Vandinn við leikinn, og maður þarf að horfa smá til er, að hann er búinn til af sjö manna fyrirtæki og er frekar hrár á köflum. Valmyndin er mjög einföld og er engin tónlist sem slík í leiknum. Leikurinn á við ýmis tæknileg vandamál að stríða, sem koma fram í spilun hans og síðan að rammahraðinn (fps) á það til að detta talsvert niður. Þetta er eitthvað sem mátti finna að hluta til í Dangerous Golf og Danger Zone og var lagað að mestu, svo maður hefur trú á að þetta verði einnig lagfært með tímanum.

    Leikurinn á við ýmis tæknileg vandamál að stríða, […] Gæðastjórnun er vonandi eitthvað sem fyrirtækið mun horfa til þegar þeir koma með Dangerous Driving, […]

    Vandinn er þó að það hefði auðvitað verið betra ef leikurinn hefði ekki verið með þessi vandamál við útgáfu. Gæðastjórnun er vonandi eitthvað sem fyrirtækið mun horfa til þegar þeir koma með Dangerous Driving, sem á að vera næsti leikur þeirra og kemur líklega út síðar á árinu. DZ 2 leggur skrefin að forvitnilegri framtíð og eitthvað sem verður áhugavertað fylgjast með, það eru ekki margir svona leikir á markaðnum í dag.

    Leikurinn kostar $19.99/€17.99/£14.99 eða um 2.200 krónur íslenskar sem er fínt fyrir svona leik, annars er gáfulegt að bíða eftir næstu útsölu í viðeigandi búð og skoða leikinn nánar þá.

    Burnout serían er búin að vera í dvala í nokkur ár en þó fengum við uppfærða útgáfu af Burnout Paradise fyrr á árinu, hvort að það þýði að EA og Criterion Games ætli að endurlífga seríuna er erfitt að segja. Á meðan þessi mál skýrast bíðum við eftir að sjá hvernig Dangerous Driving kemur út.

    Ég er síðan enn að bíða eftir að fá Kenny Loggins í Danger Zone!

    bílaleikur bílar Danger Zone Danger Zone 2
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaMiddle-Earth: Shadow of War losar sig við umdeilda loot boxes
    Næsta færsla PES 2019 demó væntanlegt þann 8. ágúst
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.