Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bækur»Vettvangur fyrir íslenska furðusagnaaðdáendur
    Bækur

    Vettvangur fyrir íslenska furðusagnaaðdáendur

    Höf. Aðsent28. júní 2018Uppfært:3. júlí 2018Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    AÐSEND GREIN: EINAR LEIF NIELSEN

    Einar Leif

    Í lok október árið 2016 var Icecon hátíðin haldin í fyrsta sinn á Íslandi. Þessi hátíð var hugsuð sem vettvangur fyrir íslenska og erlenda furðusagnaaðdáendur til að hittast og spjalla en frá árinu 2013 hefur orðið furðusögur verðið notað sem íslenskt regnhlífarheiti yfir vísindaskáldsögur, fantasíur og hrollvekjur.

    Svona hátíðir eru stór hluti af fandom erlendis og var takmarkið að styrkja samfélag furðusagnaaðdáenda á Íslandi. Sumir halda að kannski að svona hátíðir séu steingeldar bókmenntasamkomur en það er alls ekki málið. Þar eiga allir sameiginlegt áhugamál og öllum finnst gaman að tala um það, hvort sem það er yfir kaffibolla eða bjórglasi.

    Icecon hófst laugardaginn 29. október en föstudagskvöldið áður var opinn dagskrárliður á Klaustur bar. Í hliðarherbergi ræddi bókaklúbburinn „Bókaskápur Kalígarís“ um bókina Stúlkan með náðargjafirnar eftir M.R. Carey í hliðarherbergi á meðan aðrir spjölluðu og nýttu sér tilboð á barnum. Um helmingur gestanna voru Íslendingar og um helmingur voru erlendir og var þetta því mjög blandaður og skemmtilegur hópur.

    Hátíðin var svo sett næsta morgun í Iðnó við Tjörnina. Salurinn tekur á móti 150 einstaklingum í sæti en gætt var að setja markið of hátt hvað fjölda varðaði. Þar sem rétt rúmlega hundrað voru skráðir á hátíðina gátu allir setið við borð og notið þess að fylgjast með pallborðsumræðum og viðtölum sem fórum fram. Sófa og hægindastólum var komið fyrir á sviðinu og reynt að hafa andrúmsloftið sem afslappaðast. Á meðal þess sem var rætt var: Hvernig býr maður til furðusagnaheima, að nýta sér þjóðsögur og þjóðsagnir í furðusögum og hvernig hægt að ræða samtímavandamál í furðusögum. Heiðursgestir á þessari fyrstu hátíð voru þær Elizabeth Bear og Karin Tidbeck en fleiri þekktir einstaklingar létu líka sjá sig. Til dæmis mætti Scott Lynch, eiginmaður Bear og höfundur The Lies of Locke Lamore; verðlaunarithöfundurinn Kij Johnson og megnið af íslenskum furðusagnahöfundum.

    Á milli dagskrárliða fékk fólk sér kaffi eða te og voru allir vinalegir og alltaf til í spjall. Hægt var að fara í þrívíddar loftbelgsferð á efri hæðinni þar sem búið var að setja upp nokkra sölubása. Einn þeirra var frá Nexus sem var helsti styrktaraðili hátíðarinnar. Laugardagskvöldið var lítið ball og gætt var að því að byrja ekki of snemma á sunnudagsmorgninum ef einhverjir voru eftir sig. Var þá meira af umræðum um furðumenningu og hátíðinni lauk svo á sunnudagskvöldið á Klaustur bar þar sem fólk saman sat til lokunnar. Þetta var því einstaklega vel heppnuð hátíð og tilvalin leið fyrir aðdáendur (hvort sem þeir eru rithöfundar eða ekki) til að kynnast og rækta samböndin sín.

    Vonin er að Icecon verði haldin annað hvert ár og verður næsta Icecon hátíð haldin fyrstu helgina í október 2018.

    Icecon nefndin fékk mikla hjálp frá aðdáendasamfélaginu Svíþjóð sem er gamalt og hefur mikla reynslu í svona viðburðum. Vonin er að Icecon verði haldin annað hvert ár og verður næsta Icecon hátíð haldin fyrstu helgina í október 2018. Þar eru ekki síðri heiðursgestir og áhugasamir eru endilega hvattir til að skoða heimasíðu hátíðarinnar og/eða Facebook síðu atburðarins.

    Þessi grein er birt í tengslum við IceCon hátíðina sem haldin verður í Reykjavík 5.-7. október 2018.

    Forsíðumynd: Icecon

    ´ Einar Leif Nielsen furðusögur Icecon Iðnó Klaustur
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: The Elder Scrolls Online Summerset viðbótin
    Næsta færsla Mortal Engines lofar góðu – Hera Hilmars leikur „badass“
    Aðsent

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.