Fréttir

Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

E3 2018: Þínar ákvarðanir eiga að hafa áhrif í Dying Light 2

Heimurinn er í rústi og þú ert staddur í „nútíma miðöldum“. Nú eiga ákvarðanir leikmanna eftir að hafa áhrif á heiminn sem þú spilar í. Í leiknum er að finna nokkuð djarfa blöndu af Parkour-spilun og RPG-leik.  Í Dying Light 2 ráða fylkingar borginni og þurfa leikmenn að eiga við þær. Í einu verkefni sem var sýnt úr þá þarf persónan að hjálpa til við að koma vatni til fólks og þess hóps sem stjórnar. En þínar ákvarðanir munu hafa misgóðar afleiðingar í för með sér fyrir þig og fólkið í borginni.

Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑