Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»E3 2018: Nýjar áherslur hjá Microsoft
    Fréttir

    E3 2018: Nýjar áherslur hjá Microsoft

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson12. júní 2018Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Á E3 kynningu Microsoft steig Phil Spencer á svið og lofaði 50 leikjum á kynningu kvöldsins og þar af 18 leikjum sem væru eingöngu fyrir Xbox og þá líklega Windows 10, auk 15 leikjakynningum sem hafa hvergi sést áður. Xbox Game Pass var rætt nánar og auðvitað til að veiða fólk í áskriftarþjónustu Microsoft. Fast Start er ný tækni sem á að leyfa fólki að geta byrjað að spila leikinn fyrr þegar þeir eru sóttir af netinu en áður. The Division og The Elder Scrolls Online: Tamriel Unlimited bætast við safnið ásamt Fallout 4.

    Framtíðaráætlanir fyrirtækisins voru ræddar og talaði Spencer um fjárfestingar í gervigreind, skýjatækni, möguleikann á að spila leiki á farsímun og spjaldtölvum í sömu gæðum og í leikjatölvunum. Vinna er hafin á nýrri Xbox leikjatölvu, eitthvað sem kemur fáum á óvart.

    Stóra bomban er að þeir [Microsoft] hafa eignast Ninja Theory, hönnuði Hellblade: Senua’s Sacrifice.

    Fyrirtækið bætti við þremur nýjum stúdíóum í safn sitt til að auka við leikjaútgáfu þeirra á leikjum sem er bara hægt að fá á Xbox og Windows 10. Phil Spencer staðfesti að þeir hafa keypt Undead Labs hönnuði State of Decay og Playground Games hönnuði Forza Horizon, sem er sagt að séu að vinna að nýjum Fable leik. Stóra bomban er að þeir hafa eignast Ninja Theory, hönnuði Hellblade: Senua’s Sacrifice. Compulsion Games sem hafa verið að vinna að gerð We Happy Few hafa einnig bæst við í Microsoft-hópinn og ættu þessi nýju kaup vonandi að fylla uppí það stóra skarð sem hefur lengi verið á útgáfu Microsoft og þeirra trausti á leikjaútgáfu þriðja aðila auk samninga um að vera fyrstir með ákveðið niðurhalsefni.

     

    Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

    e3 E3 2018 microsoft Ninja Theory
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaE3 2018: Kingdom Hearts 3 er væntanlegur á PS4 og Xbox One 29. janúar 2019
    Næsta færsla E3 2018: Sýnishorn úr geimóperunni Beyond Good and Evil 2
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.