Fréttir

Birt þann 10. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

E3 2018: Microsoft kynnir nýjan Halo leik

Í kvöld hélt Microsoft sýna árlegu E3 kynningu þar sem farið var í gegnum útgáfuna næsta árið og plön fyrirtækisins. Það var óvenjuleg þétt dagskrá hjá fyrirtækinu þetta árið og ljóst að Microsoft ætlaði sér að mæta með nóg af leikjum til að svara þeirra gagnrýni síðustu árin um leikjaskort.

Fjörið byrjaði á myndbandi þar sem við sáum dularfulla plánetu fulla af lífi og dularfullum rústum, eftir smá tíma sáust fyrstu merki um veru manna. Hermenn leiðast saman upp hæð og á hæðinni glittir í hjálm Master Chief úr Halo leikjunum. Myndavélin pannar úr og við sjáum að þeir eru staddir á Halo hring, Leikurinn virðist gerast í stórum heimi, stærri en sést hefur áður. Leikurinn heitir Halo: Infinite og keyrir á Slipspace Engine leikjavélinni. Ekki ólíklegt að þetta sé hliðar Halo leikur út frá þessu.

Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑