Birt 22 maí 2018 | Bjarki Þór Jónsson
Kíkt á Isle of Games leikjahátíðina
Við kíktum á Isle of Games leikjahátíðina sem haldin var í Iðnó þann 19. maí síðastliðinn. Fjölbreyttur hópur af fag- og áhugafólki um listir, tölvuleiki og menningarlegt gildi þeirra stóð á bak við hátíðina. Á hátíðinni var sérstaklega horft til menningarlegs gildi tölvuleikja og nánu sambandi þeirra við hinn sjónræna listaheim.
Á sýningunni voru sýndir tölvuleikir eftir íslenska og alþjóðlega listamenn og um kvöldið var boðið upp á lifandi tónlist sem spiluð var yfir lifandi tölvuleiki. Hér fyrir ofan má sjá brot af því sem var í boði á þessari flottu leikjahátíð.