Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Fréttir»Sam Healy og Zee Garcia mæta á Midgard!
    Fréttir

    Sam Healy og Zee Garcia mæta á Midgard!

    Höf. Magnús Gunnlaugsson6. febrúar 2018Uppfært:6. febrúar 2018Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nörda hátíðin Midgard verður haldin á Íslandi dagana 15.-16.september 2018. Midgard er fyrsta hátíðin hér á landi þar sem að aðdáendur myndasaga, borðspila, kvikmynda, bóka og sjónvarþátta koma saman og eiga góða helgi. Á mánudaginn var tilkynnt á Face-book vefsíðu Midgard að Zee Garcia og Sam Healy frá The Dice Tower, en Dice Tower er aðaluppspretta frétta og borðspilaumfjallana, mæti til leiks á hátíðina. Þetta er feitur biti fyrir hátíð sem haldin er í fyrsta sinn.

    Í tilkynningunni segir:

    „Það gleður okkur að bjóða velkomna Sam Healey og Zee Garcia frá The Dice Tower í hóp gesta á Midgard 2018!

    Zee Garcia er borðspilagagnrýnandi frá The Dice Tower, sem er með eina af stærstu borðspilarásum á YouTube.
    Hann er með Bachelor gráðu, frá Alþjóðlega Háskólanum í Flórída, í List/Leiklist og hefur hann tekið þátt í þónokkrum sýningum með leikhópum frá Flórída og New York.

    http://www.midgardreykjavik.is/guests/zee-garcia

    Sam Haeley kom fyrst fram hjá The Dice Tower, sem einn af þáttarstjórnendum árið 2007, og hefur verið viðloðinn við hópinn síðan þá.
    Hann hefur verið í fullu starfi hjá The Dice Tower sem gagnrýnandi og klippari síðan í júní árið 2015.
    Hann hefur alltaf haft gaman að því að spila borðspil af hinum ýmsu gerðum.

    http://www.midgardreykjavik.is/guests/sam-healey/

    The Dice Tower,sem hóf feril sinn árið 2005, er rás sem gefur frá sér myndbönd og hljóðupptökur þar sem kynnt eru borðspil og kortaspil.“

    Auk Sam og Zee er búið að tilkynna aðra gesti einsog Dan Abnett, myndasögu höfund en hann endurvakti t.d Guardians of the Galaxy myndasögurnar, Brian Muir búningahönnuð Dart Vader, Stormtroopera og annarra Star Wars búninga.

    Heimasíðu Midgard má finna hér og hægt er að kaupa miða á hátíðina hér.

     

    Dice Tower Midgard Sam Healy Zee Garcia
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTvær nýjar kitlur úr Solo: A Star Wars Story
    Næsta færsla PS4 partýleikir sem allir geta spilað
    Magnús Gunnlaugsson
    • Facebook

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.