Fréttir

Birt þann 6. febrúar, 2018 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Sam Healy og Zee Garcia mæta á Midgard!

Nörda hátíðin Midgard verður haldin á Íslandi dagana 15.-16.september 2018. Midgard er fyrsta hátíðin hér á landi þar sem að aðdáendur myndasaga, borðspila, kvikmynda, bóka og sjónvarþátta koma saman og eiga góða helgi. Á mánudaginn var tilkynnt á Face-book vefsíðu Midgard að Zee Garcia og Sam Healy frá The Dice Tower, en Dice Tower er aðaluppspretta frétta og borðspilaumfjallana, mæti til leiks á hátíðina. Þetta er feitur biti fyrir hátíð sem haldin er í fyrsta sinn.

Í tilkynningunni segir:

„Það gleður okkur að bjóða velkomna Sam Healey og Zee Garcia frá The Dice Tower í hóp gesta á Midgard 2018!

Zee Garcia er borðspilagagnrýnandi frá The Dice Tower, sem er með eina af stærstu borðspilarásum á YouTube.
Hann er með Bachelor gráðu, frá Alþjóðlega Háskólanum í Flórída, í List/Leiklist og hefur hann tekið þátt í þónokkrum sýningum með leikhópum frá Flórída og New York.

http://www.midgardreykjavik.is/guests/zee-garcia

Sam Haeley kom fyrst fram hjá The Dice Tower, sem einn af þáttarstjórnendum árið 2007, og hefur verið viðloðinn við hópinn síðan þá.
Hann hefur verið í fullu starfi hjá The Dice Tower sem gagnrýnandi og klippari síðan í júní árið 2015.
Hann hefur alltaf haft gaman að því að spila borðspil af hinum ýmsu gerðum.

http://www.midgardreykjavik.is/guests/sam-healey/

The Dice Tower,sem hóf feril sinn árið 2005, er rás sem gefur frá sér myndbönd og hljóðupptökur þar sem kynnt eru borðspil og kortaspil.“

Auk Sam og Zee er búið að tilkynna aðra gesti einsog Dan Abnett, myndasögu höfund en hann endurvakti t.d Guardians of the Galaxy myndasögurnar, Brian Muir búningahönnuð Dart Vader, Stormtroopera og annarra Star Wars búninga.

Heimasíðu Midgard má finna hér og hægt er að kaupa miða á hátíðina hér.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑