Fréttir
Birt þann 31. október, 2017 | Höfundur: Steinar Logi
Punktar frá Sony París leikjavikunni
Aðalkynning fyrir Paris Games Week 2017 var í gær og hér er stutt samantekt með stiklum í nöfnum leikjanna:
- Ghost of Tsushima – Sucker Punch með samurai leik. Enginn útgáfudagur.
- The Last of Us Part II – Aðrar persónur en Joel og Ellie sem bendir til einhvers stærra en áður. Varúð, stiklan er ofbeldisfull sem kemur líklega ekki á óvart. Enginn útgáfudagur enn.
- Marvel’s Spider-Man – Lítur vel út. 2018.
- Blood and Truth – VR skotleikur sem gerist í undirheimum Bretlands.
- God of War – Ný stikla sem gefur vísbendingu um hvernig leikurinn spilast. Snemma 2018.
- Erica – Alvöru leikin „bíómynd“ sem spilarinn stjórnar.
- Onrush – Mjög hraður bílaleikur sem tekur sig ekki alvarlega. Sumar 2018.
- Detroit: Become Human – Meiri innsýn í þennan heim þar sem vélmenni eru stór hluti af samfélaginu. 2018.
- Concrete Genie – Strákur sem getur látið teikningar sínar vakna til lífsins.
- Tveir vinsælir indí, co-op leikir fá framhald: Spelunky 2 og Guacamelee 2. Engir útgáfudagar.