Birt þann 17. ágúst, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans
Leikjarýni: Crash Bandicoot N Sane Trilogy – „Nostalgíu bomba“
Samantekt: Skemmtilegur og krefjandi hopp og skopp leikur sem á eflaust eftir að gleðja marga Crash Bandicoot aðdáendur.
4
Góður
Eftir margra ára fjarveru er Crash Bandicoot mættur aftur til leiks í „nýjum þríleik“ er kallast Crash Bandicoot N Sane Trilogy fyrir PlayStation 4. Fyrstu þrír leikirnir, Crash Bandicoot, Cortex Strikes Back og Warped hafa allir verið endurgerðir frá grunni og eru gefnir út saman í einum pakka.
Fyrir þá sem þekkja ekki til Bandicoot leikjanna er hér á ferðinni dæmigerður hopp og skopp leikur sem gengur út að sigra borð með því að tækla hinar ýmsar raunir sem verða í vegi fyrir spilaranum. Eftir að hafa lokið við fimm borð kemur svo að endakarli sem eru mis erfiðir og verða léttari þegar lengra líður á leikina, eins skrítið og það hljómar.
Hægt er að ljúka við leikina á nokkra mismunandi vegu og auðveldasta leiðin að ljúka við hvert og eitt borð fyrir sig. Þeir sem vilja meiri áskorun geta heimsótt borðin aftur og reynt að klára þau með því að eyðileggja alla kassana sem finnast í þeim og fá því demant í verðlaun.
Þeir sem vilja enn frekari áskorun, líkt og undirritaður, geta heimsótt borðin í þriðja sinn og reynt að kljást við tímatökur sem krefst þess að spilarinn ljúki við borðin á sem stystum tíma. Tímatökurnar eru klárlega ekki fyrir alla, sérstaklega þar sem eitt af afrekum leiksins (achievements) gengur út að sigra tímatökurnar með gullkrossi eða betra. Það getur verið afar pínlegt, sérstaklega þar sem spilarar þurfa að klára borðin frá byrjunarreit til enda borðsins og má lítið fara úrskeiðis svo að gullkrossinn landi í höfn.
Sum borð kalla eftir því að spilarinn leiti eftir lituðum demöntum sem finnast í öðrum borðum svo hægt sé að fullklára þau. Önnur borð krefja spilarann að ljúka við þau án þess að deyja sem getur reynst erfitt á köflum. Fram og aftur í hvert borð getur verið dálítið þreytandi, sérstaklega þar sem spilarinn þarf að láta reyna á alls konar kúnstir sem manni dettur ekkert í hug í fljótbragði. Samt ekkert sem „Google“ frændi hefur ekki svörin við, fyrir þá sem kjósa fara þá leið.
Allt að þessu ofangreindu gerir hopp og skopp leik að góðum tölvuleik engu að síður. Leikirnir eru bæði skemmtilegir og krefjandi. Nostalgían á ábyggilega eftir að banka upp á hjá flestum sem spiluðu Crash Bandicoot á sínum tíma á PlayStation fyrir tuttugu árum síðar. Huldar leiðir, óvinir og jafn vel dauðsföll Crash sem geta verið ansi fyndin á köflum eru enn til staðar í þessari útgáfu.
Nostalgían á ábyggilega eftir að banka upp á hjá flestum sem spiluðu Crash Bandicoot á sínum tíma á PlayStation fyrir tuttugu árum síðar.
Þetta er ábyggilega ein besta ákvörðun sem Activision og framleiðendur leiksins, Vicarious Vision, hafa tekið þ.e.a.s. endurgera Crash Bandicoot leikina frá grunni. Það er gaman að sjá svona gamlan og sígildan leik djúsaðan upp í háskerpu sem hefði geta verið hannaður á þessu ári. Skortur á góðum þrívíddar hopp og skopp leikjum gefur augaleið að endurgerðir af þessu tagi eru meira en velkomnar.
Fallegur, krefjandi og fyrst og fremst skemmtilegur í alla staði.
Þrátt fyrir alla fegurðina er samt sem áður hægt að rekast á nokkra ókosti hér og þar sem hefði mátt betur fara fyrir tuttugu árum síðar. Þrátt fyrir að leikurinn sé keyrður í þrívíddar umhverfi getur verið pínlegt að halda Crash Bandicoot, eða systur hans Coco sem er einnig spilanleg í öllum leikjunum, á borðinu. Því þau geta einfaldlega dottið fram eða aftur fyrir boðin þegar leikurinn bíður aðeins upp á hægri eða vinstri stefnu á köflum. Sem betur fer á þessi vandi einungis við fyrsta leikinn þar sem Naughty Dog áttuðu sig sennilega á þessum vanda áður fyrr.
Það er óhætt að mæla með Crash Bandicoot N Sane Trilogy, sérstaklega fyrir þá sem spiluðu og elskuðu leikina á PlayStation eitt tímabilinu. Hér er allt sem gerir hopp og skopp leik að góðum leik. Fallegur, krefjandi og fyrst og fremst skemmtilegur í alla staði.