Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Injustice 2 – einn af betri bardagaleikjum ársins
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Injustice 2 – einn af betri bardagaleikjum ársins

    Höf. Bjarki Þór Jónsson30. júní 2017Uppfært:1. júlí 2017Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í seinasta mánuði kom út bardagaleikurinn Injustice 2 á PlayStation 4 og Xbox One leikjatölvurnar. Bardagakappar leiksins eru ofurhetjur úr DC heiminum og er meðal annars hægt að berjast sem Batman, Superman, Supergirl, Flash, The Joker, Harley Quinn, Swamp Thing, Catwoman, Wonder Woman og Green Lathern.

    Sagan í Injustice 2 er á þá leið að hópur illmenna sem kalla sig The Society, með górilluna Gorilla Grodd og illmennið Brainiac fremsta í flokki, stefna á heimsyfirráð. Þessi plön leggjast illa í Batman og vegna deilna milli Batman og Superman neyðist Batman til að vinna með ýmsum með vafasama fortíð, þar á meðal Harley Quinn, til að stöðva áform The Socitety. Í gegnum sögu leiksins sjáum við tvær til þrjár fylkingar samblandaðar ofurhetjum og illmennum myndast og verður að segjast eins og er að söguþráður leiksins er ansi grípandi miðað við marga bardagaleiki og senurnar (cut-scenes) líkar þeim sem við þekkjum úr nýjustu ofurhetjumyndunum.

    Injustice 2 nær að koma með einhverjar nýjungar í leikinn. Meðal annars þegar spilað er í gegnum söguþráð leiksins fær spilarinn stundum tækifæri til að velja á milli tveggja bardagakappa, í stað þess að hafa ekkert um það að segja hvaða ofurhetju eða illmenni hann spilar sem. Þessi aðferð nær að hrista aðeins upp í einhæfri formúlu sem flestir bardagaleikir fylgja. Auk þess eru tveir mismunandi endar á leiknum þar sem val spilarans hefur áhrif á útkomuna sem gerir það að verkum að maður fær hvata til að klára leikinn oftar en einu sinni.

    Brögðin sem ofurhetjurnar og illmennin framkvæma í Injustice 2 eru fjölbreytt og það er skemmtilegt að sjá hvernig persónuleiki hvers og eins nær í gegn með sérhæfðum bardagabrögðum og misgóðum „one-linerum“.

    En snúum okkur að aðalmálinu; spilun og mekaník leiksins. Bardagarnir í leiknum bjóða upp á gott flæði með lítið af dauðum tíma (sbr. loading screen). Leikurinn heldur góðu jafnvægi með því að gefa bæði nýjum og reyndari takkadriturum (button mashers) möguleika á að sigra bardagana. Spilun og mekaník leiksins minnir á köflum ansi mikið á Mortal Kombat X og fyrri Injustice leikinn. Brögðin sem ofurhetjurnar og illmennin framkvæma í Injustice 2 eru fjölbreytt og það er skemmtilegt að sjá hvernig persónuleiki hvers og eins nær í gegn með sérhæfðum bardagabrögðum og misgóðum „one-linerum“. Flest aðalbrögðin í leiknum eru sambærileg milli bardagakappa, en hver og einn þeirra býr yfir sérstökum hæfileikum sem gerir spilunina fjölbreyttari. Á meðan bardaga stendur safnar spilarinn hægt og rólega orku í svokallaðan „Super Meter“ sem gerir spilaranum kleift að framkvæma sérstök brögð. Þegar Super Meter fyllist orku getur spilarinn framkvæmt „Super Move“ sem eru kröftugustu brögðin, þar fáum við meðal annars að sjá Supergirl kýla andstæðing sinn í geiminn og Aquaman senda óvin sinn beint í gin sæskrímslis.

    Bardagakappana er hægt að uppfæra með því að berjast með þeim og uppfæri búninga þeirra og vopn. Í gegnum leikinn getur spilarinn unnið sér inn box sem innihalda ný útlit eða nýjan búnað á valda bardagakappa. Með uppfærslunum verður karakterinn öflugri og getur tekist á við erfiðari andstæðinga. Svo til að uppfæra karakterinn vel er nauðsynlegt að spila oft sem viðkomandi karater og vinna sér inn nóg af boxum.

    Leikurinn inniheldur þéttan pakka bæði fyrir einspilun og fjölspilun.

    Leikurinn inniheldur þéttan pakka bæði fyrir einspilun og fjölspilun. Í einspilun er meðal annars hægt að spila í gegnum söguþráð leiksins (oftar en einu sinni), klassískan versus bardaga gegn andstæðingi (tölvunni) og berjast við röð andstæðinga til að vinna sér inn fleiri box sem innihalda hluti til að uppfæra hetjurnar. Bardagaleikir eru þó alltaf bestir í fjölspilun í sófanum þar sem tveir vinir keppa á móti hvor öðrum og er Injustice 2 engin undantekning frá þeirri reglu, en leikurinn fær klárlega plús fyrir að bjóða upp á mun þéttari einspilunar-pakka en margir aðrir bardagaleikir.

    Nördgasmið í leiknum er klárlega úrval bardagakappa í leiknum. Að spila sem Superman, Batman eða önnur DC ofurhetja eða illmenni er æðislegt! Sérstaklega þegar allt er svona vel útfærð og smellur vel saman. Borðin í leiknum eru líka einstaklega vel útfærð og tengjast ofurhetjunum með einum eða öðrum hætti. Borðin eru einnig gagnvirk að því leiti að hægt er að nota ýmsa hlutu sem er að finna í borðunum gegn andstæðingnum, til dæmis með því að taka upp hluti og kasta þeim að andstæðingnum.

    Á heildina litið býður Injustice 2 upp á flottan kokteil… […] Það sem leikinn skortir aftur á móti eru spennandi nýjungar.

    Á heildina litið býður Injustice 2 upp á flottan kokteil sem inniheldur góða spilun, fínan söguþráð, glæsilegt úrval bardagakappa, flott borð, mjög flotta grafík og góða hljóðvinnslu. Leikurinn er mjög vel útfærður, hefur nóg upp á að bjóða og klárlega einn af betri bardagaleikjum ársins. Það sem leikinn skortir aftur á móti eru spennandi nýjungar. Injustice 2 býður vissulega upp á nokkrar minniháttar nýjungar sem lengja líftíma leiksins (sem er yfir meðallagi) en ekkert sem nær að heilla mann upp úr skónum.Injustice 2 ákveður að taka öruggu leiðina og gerir það eins vel og hægt er.

    bardagaleikur batman Injustice Injustice 2 ofurhetjur superman
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Wipeout Omega Collection – Hraðinn er óbærilegur
    Næsta færsla Sjónvarpsþáttarýni: American Gods
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.