Fréttir

Birt þann 12. júní, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

E3 2017: The Evil Within 2 og Wolfenstein II væntanlegir á þessu ári

Bethesda spöruðu klárlega tvo bestu titlana þar til í lokin á kynningu sinni fyrir E3 og gerðu það með því að kynna The Evil Within 2 og Wolfenstein II: The New Colossus. Því miður varlekið á netið rétt fyrir kynninguna sem spillti þvíóvænta sem Bethesda höfðu handa okkur þetta árið. En það kom þó ekki í veg fyrir að við erum enn spenntari fyrir vikið.

Leikirnir líta báðir mjög vel út og fengu sinn skammt af sýningartíma á kynningunni fyrr í nótt. Það er gaman að sjá Bethesda fara nýja slóðir með The Evil Within 2 og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því.

Wolfenstein II: The New Colossus er alls ekki síðri þar sem allt virðist vera á leiðinni norður og niður líkt og í öllum Wolfenstein titlunum. Við ætlum ekki að hafa þetta neitt lengra og leyfa stiklunni hér fyrir neðan að útskýra allt það sem er í gangi í leiknum.

The Evil Within 2 kemur út föstudaginn 13. október á meðan Wolfenstein II: The New Colossus er væntanlegur 27. október.

Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

THE EVIL WITHIN 2

 

WOLFENSTEIN II: THE NEW COLOSSUS

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑