Birt þann 12. júní, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans
E3 2017: Spilaðu sem Link í Skyrim á Nintendo Switch
Það kom örlítið á óvart að sjá Bethesda leggja áherslur á Nintendo Switch útgáfuna fyrir Skyrim á kynningu sinni fyrir E3. Nú vitum við að minnsta kosti að leikurinn er enn í vinnslu fyrir nýju spjald/leikja-tölvuna.
Amiibo stuðningur er klárlga það sem vakti mest athygli í kynningarmyndbandinu. Þeir sem eiga Link amiibo leikfang geta tengt það við leikinn og fengið sverð, skjöld og búning í verðlaun til þess að klæða hetjuna sína líkt og Link í Breath of the Wild sem kom út fyrr á þessu ári.
Engin dagsetning var gefin upp á kynningunni, en það er gaman að sjá að leikurinn er ennvinnslu fyrir Switch eigendur.
Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017