Bíó og TV

Birt þann 25. maí, 2017 | Höfundur: Atli Dungal

Stikla fyrir komandi seríu af Game of Thrones

Nýjasta stiklan fyrir seríu 7 af hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones, sem byggðir eru á fantasíuskáldsagnaseríunni A Song of Ice and Fire eftir George R. R. Martin, er komin á netið. Það þarf varla að kynna efnið né leikara í aðalhlutverkum frekar því flest okkar eru sennilega nú þegar búin að horfa á hinar 6 seríur sem komu á undan þessari. Því miður fyrir okkur þá má búast við því að þessar tvær síðustu seríur í þáttaröðinni verði styttri en áður. Í fyrstu 6 seríunum hafa verið 10 þættir en fregnir herma að það verði ekki nema 7 þættir í seríu 7 og 6 þættir í seríu 8.

Í stiklunni er fullyrt að styrjöldin mikla milli manna sé hafin fyrir alvöru og einnig má sjá að Daenerys Targaryen sé loksins komin á heimaslóðir forfeðra sinna til að endurheimta hásætið í King’s Landing. Cersei Lannister, Ser Gregor, og Jaime Lannister mega nú að gera ráð fyrir því að árásirnar komi úr öllum áttum en svo má ekki gleyma White Walkers fyrir norðan þar sem Jon Snow og Sansa Stark eru stödd.

Ég held að mér sé alveg óhætt að fullyrða að þessi sería verði troðfull af bardögum og göldrum, svikum og morðum, rómantík og sifjaspjöllum, og síðast en ekki síst: fullvaxta drekum og vínþyrstum Tyrion. Það verður ótrúlega áhugavert að fylgjast með þróuninni í þessari seríu.

Fyrsti þátturinn verður frumsýndur þann 16. júlí.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑