Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bækur»Smásögurýni: Dead Trees Give No Shelter eftir Wil Wheaton
    Bækur

    Smásögurýni: Dead Trees Give No Shelter eftir Wil Wheaton

    Höf. Atli Dungal17. maí 2017Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Ég veit ekki með ykkur en þegar ég heyri nafnið Wil Wheaton þá dettur mér ekki „höfundur“ og „lestur“ strax í hug heldur frekar hugsa ég strax um þættina geysivinsælu, The Big Bang Theory, og hvað hann virtist skemmta sér vel við að leika sjálfan sig, nördið sem hafði leikið í m.a. Star Trek: The Next Generation og í hinni æðislegu Stand By Me fyrir löngu síðan. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég rakst á færslu hans á Twitter þar sem hann var að biðja fólk um að lesa nýjustu yfirnáttúrulegu hryllingssmásögu sína, Dead Trees Give No Shelter. Af einskærri forvitni, og fyrst ég hafði voðalega lítið annað að gera, þá keypti ég eintak á meðan ég sat í lestinni á leiðinni í skólann. Nóg um það, hér kemur umfjöllunin um þessi fínu kaup. Þessi grein mun vera laus við spilla en ég verð þó aðeins að ræða byrjunina örlítið til leyfa ykkur að ákveða hvort þið viljið síðan lesa þetta.

    Lesandinn kemur fyrst inn í söguna árið 2014 en kemst fjótlega að því að einhverjir gríðarlega óhugnanlegir atburðir sem gerðust 20 árum fyrr eru að minnsta kosti jafn mikilvægir og það sem gerist í nútímanum. Þaðan er lesandanum hent beint inn í fjörið þegar Kenneth Blake, fangi sem liggur á aftökubekknum í ónefndu fangelsi í Ohio, fullyrðir að hann hafi ekki drepið Charlie Turner, bróður söguhetjunnar Jay Turner, á örlagaríkri nóttu fyrir einhverjum 20 árum síðan. Þaðan eftir fylgist lesandinn með Jay og hvernig hann tekst á við að hafa heyrt þessa fullyrðingu og einnig að maðurinn sem var sakfelldur fyrir morð litla bróður síns sé loksins búinn að gjalda fyrir gjörðir sínar.

    Ég skil vel að höfundurinn vilji láta manni bregða við lesturinn, þetta á jú einu sinni að heita hryllingur en því miður er það ekki alveg eins áhrifaríkt og maður hefði óskað en fín tilraun samt sem áður.

    Þessi smásaga er eins og áður segir yfirnáttúruleg hryllingssaga með öllu því sem fylgir. Það sem gerir þessa svolítið sérstaka, að mínu mati, er að það er svolítill r/nosleep keimur af þessu, þ.e.a.s. að manni finnst að sumir kaflar gætu virkað án þess að nota hið klassíska „vakna upp frá vondum draumi en er samt ennþá að dreyma“-bragð. Ég skil vel að höfundurinn vilji láta manni bregða við lesturinn, þetta á jú einu sinni að heita hryllingur en því miður er það ekki alveg eins áhrifaríkt og maður hefði óskað en fín tilraun samt sem áður.

    Skipulagið á lestrinum, eða formið, er nokkuð einfalt en virkar mjög vel. Kaflarnir eru dagsettir til að auðvelda og halda flæðinu í lestrinum, væntanlega svo hægt sé að skipta á milli tímabila án þess að flækja hlutina um of með tímaflakki í miðjum kafla. Einfalt og þægilegt, vel heppnað. Sögupersónurnar eru, frá því litla sem við fáum að kynnast þeim, vel heppnaðar því hann gefur hverri einni og einustu eitt eða tvö einkenni sem gerir það að verkum að maður á auðvelt með að muna eftir þeim. Hann er ekkert að flækja söguna að óþörfu með staðarheitum eða ítarlegum útskýringum á fatavali hans Jay Turner, o.s.frv.

    Þetta er samt sem áður mjög stuttur lestur. Sagan er ekki nema rétt um 55 blaðsíður og, fyrir mitt leyti, þá hefði þetta mátt vera miklu lengri texti. Spurning hvort þessi smásaga gæti komið betur út í stuttri skáldsögu því mér finnst þetta flottur lestur en að viss atriði koma allt í einu, allt of hratt. Það er auðvitað alltaf hætta þegar um smásögu er að ræða, eins og með margar smásögur þar sem höfundurinn er prufa sig áfram með að skrifa eða jafnvel að leika sér að forminu.

    Spurning hvort þessi smásaga gæti komið betur út í stuttri skáldsögu því mér finnst þetta flottur lestur en að viss atriði koma allt í einu, allt of hratt.

    Allt í allt þá eru þessi fyrstu kynni mín af Wil Wheaton sem höfundi ansi jákvæð upplifun. Þetta er ekki of þungur lestur, hann gerir vel í að láta sögupersónurnar verða trúverðugri eins og ég nefndi hér að ofan og hann fellur ekki í gryfjuna að láta mann lesa allt of mikið um staðsetninguna, hann heldur sig við efnið.

    bókarýni Dead Trees Give No Shelter Wil Wheaton
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Nier: Automata – „tæknilega fullkominn“
    Næsta færsla Íslenskir leikir á Nordic Game 2017 ráðstefnunni
    Atli Dungal

    Svipaðar færslur

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025

    Styttist í EVE Fanfest – stærsta tölvuleikjaviðburðinn á Íslandi

    6. mars 2025

    Tölvuleikjaveisla og Mario Kart keppni á Mario Con 2025 í mars

    23. febrúar 2025

    Konur spila frítt á konudeginum í Arena

    23. febrúar 2025

    Allt það vinsælasta á Nörd Norðursins árið 2024

    1. janúar 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.