Birt þann 26. maí, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Leikjarýni: LocoRoco Remastered – Öðruvísi en einhæfur
Samantekt: Skemmtilega öðruvísi leikur sem er einfaldur í spilun og hentar öllum aldurshópum, en verður á endanum ansi einhæfur.
3.5
Ágætur
LocoRoco var upphaflega gefinn út fyrir PSP, handheldu leikjatölvuna frá Sony, árið 2009. Núna í mánuðinum var endurbætt útgáfa gefin út á PSN netversluninni fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna. Um er að ræða krúttlegan þrautaleik sem hentar öllum aldurshópum þar sem markmið leiksins er að losa heiminn við illmenni og gera heiminn góðan og friðsamlegan.
Söguþráður leiksins er alls ekki sterkur eða grípandi, heldur er hann eingöngu notaður til að gefa leiknum og spilaranum einhvern tilgang og lokamarkmið. Leikurinn skiptist í fimm mismunandi heima og í hverjum heimi eru átta borð sem nauðsynlegt er að klára í réttri röð. Leikurinn er mjög auðveldur, nema þú viljir safna öllum hlutunum í borðinu, en í hverju borði er hægt að safna ýmsum hlutum.
Þó svo að leikurinn líti frekar barnalega út þá hentar hann vel öllum aldurshópum þar sem hann er nokkuð auðveldur í spilun, ágætlega skemmtilegur, inniheldur ekkert ofbeldi – og er auk þess ofur krúttlegur!
Spilunin er sniðug, en verður flótt einhæf. Í stað þess að stjórna aðalkarakternum í leiknum, sem er krúttleg kúla, þá stjórnar spilarinn hallanum á borðinu, og rúllar kúlan í þá átt sem borðinu er hallað. Sterki partur leiksins liggur í útlitinu og tónlistinni. Útlit leiksins er teiknimyndalegt þar sem mikið erum bjarta liti og einfalda uppsetningu. Þó svo að leikurinn líti frekar barnalega út þá hentar hann vel öllum aldurshópum þar sem hann er nokkuð auðveldur í spilun, ágætlega skemmtilegur, inniheldur ekkert ofbeldi – og er auk þess ofur krúttlegur! Tónlistin er óhefðbundin en passar vel við þetta sérkennilega teiknimyndaútlit sem leikurinn hefur.
Leikurinn er skemmtilegur til að byrja með þar sem hann býður upp á óhefðbundna spilun og sömuleiðis gefur útlit leiksins og tónlistin leiknum ákveðna sérstöðu. Útlínur leiksins eru ótrúlega fallegar og getur verið dáleiðandi að fylgjast með kúlunni rúlla í gegnum hvert borðið á fætur öðru. LocoRoco nær að skapa góða stemningu og gera umhverfið mjög svo áhugavert. Það sem dregur leikinn aftur á móti niður er hve einhæfur hann er. Spilunin breytist ekkert í gegnum allan leikinn og þegar tekur að líða á seinni hluta leiksins virðast borðin endurtaka sig.