Fréttir

Birt þann 15. mars, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Myndband: Gerð The Legend of Zelda: Breath of the Wild

Nintendo hefur birt þrjá nýja þætti á YouTube þar sem fjallað er um gerð The Legend of Zelda: Breath of the Wild sem kom í verslanir í byrjun mánaðarins. Hver þáttur er um 10 mínútur að lengd og tekur fyrir valin atriði sem tengjast gerð leiksins. Hægt er að horfa á alla þrjá hlutina hér fyrir neðan.

 

1. UPPHAFIÐ

THE BEGINNING – Í fyrsta hlutanum er fjallað um leikjahugmyndina og vinnuferlið sem liggur að baki The Legend of Zelda: Breath of the Wild. Byrjað var að vinna í leiknum snemma árið 2013 sem þýðir að hann var í um fjögur ár í vinnslu. Hönnuðir leiksins vildu halda í ákveðnar hefðir sem tengjast Zelda-heiminum en á sama tíma bjóða upp á nýja upplifun. Sumar hugmyndir í leiknum voru útfærðar sem 2D prótótýpa til að byrja með og ef hugmyndirnar voru góðar voru þær útfærðar yfir í þrívíddarútgáfuna, lokaútgáfu leiksins.

 

2. OPINN HEIMUR

OPEN AIR CONCEPT – Eitt af megin einkennum Zelda-leikjanna er það frelsi sem spilaranum er gefið til að kanna svæði og skoða sig um. Hönnuðir vildu halda í þessa hugmynd þar sem spilarinn getur séð yfir stór svæði, en sömuleiðis kannað lítil afmörkuð svæði. Í þessum hluta er fjallað um hugmyndina á bakvið opna svæðið í leiknum og sömuleiðis er fjallað um eldamennskuna í leiknum, tónlist og hljóð.

 

3. SAGA OG KARAKTERAR

STORY AND CHARACTERS – Í þriðja og seinasta hlutanum er fjallað um þrjár helstu persónur leiksins; hetjuna Link, prinsessuna Zelda og illmennið Ganon. Aðeins er fjallað um söguþráð leiksins en það er mjög lítið og ekkert sem spillir fyrir þeim sem eiga eftir að spila leikinn.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑