Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Pokémon GO nú aðgengilegur á Íslandi!
    Fréttir

    Pokémon GO nú aðgengilegur á Íslandi!

    Höf. Bjarki Þór Jónsson16. júlí 2016Uppfært:17. júlí 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Biðin er á enda! Nú geta íslenskir notendur sótt sér Pokémon GO leikinn með hefðbundinni leið í gegnum Google Play eða App Store. Leikurinn hefur verið að slá í gegn undanfarna daga í Bandaríkjunum og Ástralíu en útgáfu í Evrópu og víðar var frestað tímabundið vegna of mikils álags á netþjónum sem tegnjast leiknum. Fyrir u.þ.b. þrem dögum síðan kom leikurinn til Þýskalands, stuttu síðar til Bretlands og nú er hann kominn til Íslands og víðar í Evrópu. Fjölmargir Evrópubúar hafa þó nú þegar sótt sér leikinn með óhefðbundnum leiðum, en nú getur hver sem er sótt leikinn án vandræða í gegnum áðurnefndar app-verslanir.

    Pokémon GO er gagnaukinn veruleikaleikur (AR, eða augmented reality) sem þýðir að leikurinn bætir leikjahlutum við raunveruleikann. Í leiknum þurfa spilarar að komast á milli staða í raunveruleikanum til að fanga og rækta Pokémona (ekki ólíkt Ingress). Leikurinn er eitt heitasta umræðuefnið í netheimum í dag enda hefur leikurinn náð miklum vinsældum og hafa margar milljónir notenda nú þegar sótt leikinn. Til að mynda hækkuðu hlutbréf Nintendo samhliða útgáfu leiksins, spilarar í Bandaríkjunum fundu óvænt lík, í fleirtölu, á meðan þau spiluðu leikinn, leikurinn hvetur spilara til að fara út og hreyfa sig og virðist hann auk þess hafa jákvæð áhrif á andlega líðan spilara.


    Uppfært 16. júlí 2016, kl. 17:05

    Margir notendur hafa kvartað yfir því að geta ekki sótt leikinn eða náðu að sækja leikinn en komast ekki inní hann vegna álags á netþjónum. Við höfum prófað þetta á okkar tækjum og fáum reglulega upp villuskilaboð og nokkuð handahófskennt hvenær leikurinn virkar og hvenær ekki. Við munum fylgjast með framgangi mála og vonumst til að þetta verði lagfært fljótlega.

    Uppfært 17. júlí 2016, kl. 10:52

    Í gærkvöldi var leikurinn orðinn nokkuð stabíll en enn voru þó einhverjir notendur enn að lenda í vandræðum. Þegar fór að líða á kvöldið virtust flestir komast inní leikinn svo það má gera ráð fyrir því að Niantic, fyrirtækið sem gerði Pokémon GO, hafi náð að lagfæra vandamálið sem snérist að mestu leyti að álagi á netþjóna leiksins.

     

    Ætlar þú að sækja Pokémon GO leikinn?

    • Já (63%, 24 Votes)
    • Er nú þegar búin/n að sækja leikinn með öðrum leiðum (29%, 11 Votes)
    • Óákveðið (5%, 2 Votes)
    • Nei (3%, 1 Votes)

    Total Voters: 38

    Loading ... Loading ...

     

    Pokémon Pokémon GO
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaUmfjöllun: Pebble Time Steel snjallúrið
    Næsta færsla Stærsta Pokémon veiði í sögu Íslands haldin í dag
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.