EA kynnti The Journey, nýjung í FIFA 17, á E3 kynningarfundi sínum í kvöld. Í The Journey spilar þú í gegnum söguþráð þar sem þú stjórnar fótboltamanni að nafni Alex Hunter sem er að stíga sín fyrstu skref í bresku úrvalsdeildinni. Í The Journey á spilarinn að fá að kynnast fótboltaheiminum betur og kynnast nýjum persónum í gegnum leikinn. Þjálfurum hefur einnig verið bætt við FIFA 17 og má þar meðal annars nefna risa á borð við José Mourinho, þjálfara Manchester United, og Arsène Wenger, þjálfara Arsenal.
Fyrri færslaE3 2016: Mass Effect: Andromeda
Næsta færsla E3 2016: Framtíð Star Wars
