Mad Max er hasar-ævintýraleikur sem byggir á Mad Max seríunni. Leikurinn gerist í opnum heimi þar sem spilarinn velur sjálfur hvað skal gera næst og hvert skal halda. Mad Max kom út árið 2015, sama ár og nýja Mad Max kvikmyndin, og er það sænska tölvuleikjafyrirtækið Avalanche Studios sem stendur á bak við gerð leiksins en það er sama fyrirtæki og gerir Just Cause leikjaseríuna.
Helgi Freyr Hafþórsson gagnrýnir leikinn á PlayStation 4.
