Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Home – „eflaust ekki fyrir alla“
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Home – „eflaust ekki fyrir alla“

    Höf. Jósef Karl Gunnarsson5. maí 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Home er stuttur og einfaldur leikur frá árinu 2012 eftir Benjamin Rivers. Leikurinn er fáanlegur á PS4, PSVita, Steam (fyrir bæði PC og Makka) og iOS stýrikerfið (iPhone/iPad).

    Leikurinn minnir mann á þessa gömlu ævintýraleiki sem studdust við texta. Grafíkin endurspeglar það líka. Takmarkið er einfalt, að koma sér heim. Maður rankar við sér í ókunnugu húsi og man ekkert hvernig maður komst þangað. Maður finnur strax vasaljós við hlið sér og rambar á blóðugt lík. Honum líst ekkert á blikuna og vill ólmur komast heim til konunnar sinnar, Rachel.

    Maður ferðast milli staða og reynir að púsla saman hvað gerðist á leiðinni heim. Sem er hægara sagt en gert því það er spilarinn sem þarf að ákveða hvað gerðist eiginlega.

    Maður ferðast milli staða og reynir að púsla saman hvað gerðist á leiðinni heim. Sem er hægara sagt en gert því það er spilarinn sem þarf að ákveða hvað gerðist eiginlega. Fyrir svona stuttan og einfaldan leik þá er hægt að spila hann nokkrum sinnum því það er auðvelt að missa af svæðum og þegar maður er kominn yfir á nýtt svæði þá er ekki hægt að komast til baka.

    Home_02

    Undirritaður er ennþá að hugsa um leikinn og hvað gæti hafa gerst því þetta er allt mjög opið. Fyrsta skiptið tekur um 90 mínútur ef maður skoðar hvern krók og kima; þegar rennt er í gegnum leikinn aftur þá tekur þetta talsvert styttri tíma. Það jafnast ekkert á við fyrsta skiptið sérstaklega ef það er spilað í myrkri með hljóðið hækkað lítillega þar sem hljóðið er notað á sparlegan hátt.

    Home er eflaust ekki fyrir alla, en fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi sem skilur eitthvað eftir sig þá eru góðu fréttirnar þær að leikurinn kostar ekki mikið.

    Home Leikjarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpilarýni: Hanabi
    Næsta færsla Battlefield 1 væntanlegur í október 2016
    Jósef Karl Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.