Fréttir

Birt þann 4. apríl, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Spilaðu sem Sigmundur Davíð í pólitískum tölvuleik um Wintris-málið

Í sérstökum Kastljósþætti sem sýndur var í gær var fjallað um lekamál tengd Panama-skjölunum. Í þættinum kom meðal annars fram að forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð, og eiginkona hans eigi eignir í skattaskjóli. Fréttamiðlar og samfélagsmiðlar hérlendis sem og erlendis hafa logað vegna málsins sem teygir anga sína víða, en á komandi vikum og jafnvel mánuðum munu fréttamiðlar greina frá nýjum upplýsingum úr þessu stóra lekamáli.

Eftir að hafa sigrað endakallinn hoppar Sigmundur Davíð um borð í bát merktum Wintris með alla peningana, og þar með sigrar spilarinn leikinn.

Stefán Birgir Stefánsson (sbs.is), grafískur hönnuður, bjó til leik um þetta pólitíska mál sem ber heitið Happy Iceland. Í leiknum stjórnar spilarinn Sigmundi Davíð sem á að safna peningum (íslenskum 50 krónum), forðast óvini (RÚV og Píratar), borða kökusneiðar til að fá líf og sigra endakall sem er enginn annar en rannsóknablaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Í upphafi var endakallinn Helgi Seljan en honum var svo breytt í Jóhannes Kr. Eftir að hafa sigrað endakallinn hoppar Sigmundur Davíð um borð í bát merktum Wintris með alla peningana, og þar með sigrar spilarinn leikinn.

Smelltu hér til að spila leikinn á sbs.is.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem pólitískur leikur er gerður út frá íslensku fréttaefni. Árið 2014 var búinn til tölvuleikurinn Leka Trouble sem byggði á lekamálinu svokallaða sem tengdist Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, og Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar. Bjarki Þór Sigvarðsson, nemi við Háskóla Íslands, bjó þann leik til sem er enn hægt að spila hér á vefsvæði Bjarka hjá Háskólanum.

 

SKJÁSKOT ÚR LEIKNUM

SBS_leikur_00b

 

SBS_leikur_02

Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑