Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Sony tilkynnir verð og útgáfumánuð fyrir PlayStation VR
    Fréttir

    Sony tilkynnir verð og útgáfumánuð fyrir PlayStation VR

    Höf. Nörd Norðursins15. mars 2016Uppfært:26. mars 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Sony tilkynnti í dag á GDC (Game Developers Conference) að PlayStation VR, sýndarveruleikagleraugun fyrir PlayStation 4, eru væntanleg í verslanir í október á þessu ári og munu kosta $399 Bandaríkjadali / €399 Evrur / £349 Bresk pund – eða í kringum 50 til 60 þúsund íslenskar krónur. Samkvæmt Amazon.co.uk verður opnað fyrir forpantanir miðvikudaginn 16. mars á bresku vefversluninni.

    PlayStation_VR_PS4Sony er í beinni samkeppni við Oculus Rift og HTC Vive með PlayStation VR. Margir binda sterkar vonir við að PlayStation VR nái að gera sýndarveruleika aðgengilegan almenningi með því að bjóða upp á sýndarveruleikagleraugu á hagstæðu verði sem tengist PlayStation 4 vélbúnaðinum, en nú þegar hefur PS4 selst í yfir 30 milljónum eintaka.

    Þrátt fyrir að Oculus og Vive lofi góðu þá er kostnaðurinn talinn vera of hár fyrir hinn almenna notanda. Gleraugun sjálf kosta á bilinu 600-800 Bandaríkjadali (sem gera u.þ.b. 75.000-100.000 íslenskar krónur í dag), auk þess sem notandinn þarf að hafa aðgang að öflugri tölvu til að geta upplifað sýndarveruleikann til fulls, og slíkar tölvur geta kostað ansi mikið.

    Sony mun þar af leiðandi bjóða upp á mun ódýrari sýndarveruleikagleraugu en Oculus og Vive og um leið tengja gleraugun við aðgengilegan vélbúnað (PS4 tölvuna) sem margar milljónir notenda hafa nú þegar aðgang að.

    Sony mun þar af leiðandi bjóða upp á mun ódýrari sýndarveruleikagleraugu en Oculus og Vive og um leið tengja gleraugun við aðgengilegan vélbúnað (PS4 tölvuna) sem margar milljónir notenda hafa nú þegar aðgang að. Þess ber þó að geta að til þess að nota PlayStation VR er nauðsynlegt að eiga PlayStation myndavélina sem er seld sér og kostar 10.995 kr. í Elko í dag. Svo þrátt fyrir að pakkinn sé ódýrari en aðrir sambærilegir kostir í dag að þá er hann samt sem áður nokkuð dýr.

    Heimildir: Sony, Sony á YouTube og PR Newswire

     

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

    GDC GDC 2016 Morpheus playstation PlayStation VR ps4 sony Sony Morpheus VR
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLokasýning South Park: stærra, lengra og óklippt í kvöld
    Næsta færsla Leikjatorgið – Nýr vettvangur fyrir leikjahönnuði á Íslandi
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.