Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»EVE Valkyrie frá CCP gefinn út í dag
    Fréttir

    EVE Valkyrie frá CCP gefinn út í dag

    Höf. Nörd Norðursins28. mars 2016Uppfært:28. mars 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    VR-geimskotleikurinn EVE Valkyrie sem CCP kynnti fyrst til sögunnar á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík árið 2013 er nú fáanlegur fyrir Oculus Rift á PC – sama dag og Oculus Rift VR-gleraugun eru gefin út. EVE Valkyrie fylgir frítt með Oculus Rift forpöntunum en kostar annars 59,99 dali í Oculus Rift Store, eða u.þ.b. 7.500 kr. Síðar í ár mun leikurinn svo einnig koma út fyrir PlayStation VR.

    Leikurinn byrjaði upphaflega sem gæluverkefni innan veggja CCP en þróaðist hratt í eitthvað meira og stærra. EVE Valkyrie er fjórði tölvuleikur CCP og er hannaður frá grunni fyrir nýja tækni sýndarveruleika. Fyrirtækið hefur lagt mikinn metnað í leikinn og náði alveg að heilla okkur nördana upp úr skónum á seinasta Fanfesti þar sem við prófuðum leikinn. EVE Valkyrie hefur yfir höfuð hlotið mjög jákvæð viðbrögð og hefur leikurinn endað á mörgum topplistum yfir VR-leiki. Wired tímaritið kallaði leikinn nýlega „skínandi dæmi um sýndarveruleika sem framtíð tölvuleikjageirans“.

    Gestir Fanfest hátíðarinnar í Hörpu í næsta mánuði munu fá að spila þennan nýjasta leik CCP á Oculus Rift, auk þess að prófa ýmsar nýjungar frá CCP í sýndarveruleika.

    Í dag gefur CCP jafnframt út nýja útgáfu af leik sínum Gunjack fyrir Oculus Rift, en leikurinn hefur áður komið út fyrir Samsung Gear VR búnaðinn og verið þar söluhæsti leikurinn.

     

    ÚTGÁFUSTIKLA EVE VALKYRIE

    Heimild: Fréttatilkynning frá CCP

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

    ccp EVE Valkyrie Oculus Rift
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTölvunördasafnið: Retron 5 skoðuð
    Næsta færsla Hvað mun PlayStation VR kosta á Íslandi?
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.