Birt þann 15. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins
0E3 2015: Microsoft kynnir Recore
Microsoft heimfrumsýndi leik á E3 tölvuleikjasýningunni sem er gerður af sömu snillingum og bjuggu til Metroid Prime, sá leikur ber nafnið Recore og það verður að viðurkennast að hann lítur mjög forvitnilega út. Það sem kveikir mest í forvitninni er vél hundurinn sem er í leiknum, það virðist ætla vera eitthvað trend á E3 að koma með hunda reglulega í leikina. Þrátt fyrir að hann gefi líf sitt fyrir spilara þá virðist eins og hægt sé að færa hann yfir í nýjan líkama. Þetta gæti boðið upp á skemmtilega spilun á leiknum og því gaman að fylgjast með hvað verður sýnt meira af leiknum á næstu dögum.
HFH / Heimild: Micorosoft á E3 2015