Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Slush PLAY – alþjóðleg ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika haldin á Íslandi
    Fréttir

    Slush PLAY – alþjóðleg ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika haldin á Íslandi

    Höf. Nörd Norðursins21. apríl 2015Uppfært:21. apríl 2015Engar athugasemdir1 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Dagana 28.-29. apríl næstkomandi fer fram ný, alþjóðleg ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika á Íslandi, Slush PLAY. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush í Finnlandi, eina stærstu tækniráðstefnu Evrópu en að skipulagningu komum við hjá Klak Innovit, nokkrir lykilaðilar í íslensku leikjasenunni og Nordic Game Institute.

    Áhersla Slush PLAY er að tengja norræn leikjafyrirtæki og alþjóðlega fjárfesta og bransatengda aðila. Fjárfestar fá tækifæri til þess að bóka einkafundi með sprotafyrirtækjum fyrir viðburðinn og 10 flottustu leikjafyrirtækin á Norðurlöndunum kynna sig í pitch keppni.

    slush_RVK_2015_ppl

    Dagskráin er metnaðarfull og kemur inn á helstu þætti ört vaxandi leikjaiðnaðar m.a. fjármögnun leikjafyrirtækja, þróun VR tækninnar, markaðssetningu og sölu leikja, öflun notenda ofl. Staðfest hafa verið nokkur þungavigtarnöfn í leikjaiðnaði auk þess sem fjöldi fjárfesta og sprotafyrirtækja hafa boðað komu sína.

    Viðburðurinn fer fram í Gamla bíó og eru aðeins 250 miðar í boði.

    Skráning fer fram á vefsíðu viðburðarins.

    – Fréttatilkynning frá Klak Innovit

    Hilmar Veigar Pétursson reykjavík Slush PLAY Þorsteinn Friðriksson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÍslandsmeistaramót í The Addams Family Pinball á Fredda
    Næsta færsla Leikjabloggið 21.4.2015 | Bloodborne, Lords of the Fallen, Dishonored, LBP3 og Never Alone
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.