Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Bloodborne
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Bloodborne

    Höf. Steinar Logi21. apríl 2015Uppfært:13. maí 2016Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Tveir síðustu leikirnir sem ég hef spilað á PS4 hafa báðir átt sér stað í nokkurns konar gotneskri hliðstæðu við Lundúnuborg á Viktoríutímabilinu og hafa bæði varúlfa sem eru ekki kallaðir varúlfar. En þar endar samlíkingin því að Bloodborne (PS4) og The Order 1886 eru ólíkir að nær öllu öðru leyti.

     

    Mr. Miyazaki

    Bloodborne er gerður af From Software, þeim sömu og gerðu Demon’s Souls, Dark Souls og Dark Souls 2 og þar er fremstur í flokki meistarinn Hidetaka Miyazaki. Hann var einn aðalmaðurinn bak við perlurnar Dark Souls og  Demon’s Souls en kom ekki nálægt Dark Souls 2 (nema sem ráðgjafi) og þó að það sé fínn leikur saknaði ég handbragðs hans sérstaklega hvað varðar stórskrímslin og baksöguna. Einnig tók Dark Souls 2 smá skref aftur hvað varðar erfiðleikastigið, sem þessir leikir eru frægir fyrir, t.d. var hægt að nota hring til að minnka áhættuna við að tapa sálum. Bloodborne er erfiðari, eða það finnst mér þar sem ég stólaði kannski of mikið á skildi í fyrri leikjum. Það er búið að taka þá út núna en í staðinn notar maður mótárás (parry) með byssunni sinni sem er alltaf í vinstri hendi og skotin lama andstæðingana eitt augnablik en þá getur maður gert hrikalega og blóðuga árás (svokallaða „visceral“ árás). Skrímslin eru hraðari og núna er hægt að ná aftur töpuðu lífi ef þú gerir árás strax til baka sem þýðir meiri hasar; það er ekki lengur hægt að fela sig bak við skjöld.

    Bloodborne_02

    Gæsahúð

    Bloodborne er kominn meira í hryllinginn en serían hefur áður verið. Áður hef ég getað valið ákveðin svæði og spilað meðan fjölskyldan er í kring en núna eru öll svæði vaðandi í upphengdum líkjum, limlestum skrokkum og í hverjum bardaga fossar blóðið bókstaflega. Þetta er nokkurs konar hryllingsævintýri þar sem blandað er áhrifum frá Lovecraft, japönskum hryllingi og vestrænum ævintýrasögum svo eitthvað sé nefnt (Resident Evil 4 aðdáendur eiga líka eftir að fá smá deja vu). Umhverfið er dimmt og drungalegt og sumir hafa kvartað í því að það sé of einhæft en ég er ekki sammála, maður þarf bara að rýna í umhverfið og dást af öllum smáatriðunum. Einnig eru ólík svæði til staðar en þau birtast þegar maður er lengra kominn í leikinn (sum þessara svæða eru falin, það er mjög erfitt að finna þau án þess að lesa um þau á netinu).

    Bloodborne_03

    Bubbi byggir

    Það er hrein unun að upplifa hvernig umhverfið er uppbyggt. Dark Souls var mjög gott í þessu en þar var hægt að sjá staðina sem maður þurfti að fara á úr fjarlægð og allt hékk vel saman. Dark Souls 2 klikkaði hvað þetta varðar en Bloodborne hins vegar tekur þetta skrefinu lengra. Á mörgum stöðum er hægt að staldra við og ekki bara séð næsta stað, heldur marga staði úr fjarlægð sem maður hefur verið á eða er að fara til. Leikurinn er líka langt frá því að vera flatur, undir þér geta verið göng eða ræsi og ofan þig turnar sem hægt er að klífa. Hvernig heimurinn skapar eina heild í allar áttir er ótrúlega vel gert og erfitt er að lýsa því á rituðu máli, það þarf að upplifa það.

    Bloodborne_01

    World of Bloodborne

    Eins og í fyrri leikjum þá veistu ekkert hvað er í gangi þegar þú byrjar nema að þú ert veiðimaður (hunter) og það er fullt af skrímslum sem ganga um götur Yharnam borgar. En það er skemmtilegt að lesa lýsingar á þeim hlutum sem þú nærð í því að þeir gefa flestir vísbendingu um hvernig heimur þetta er. Einnig er hægt að tala við einstaka persónur sem flestar fela sig bak við glugga. Ég enda yfirleitt á því að skoða youtube vídeó með þekktum Dark Souls spilurum s.s. EpicNameBro og VaatiVidya til að skilja söguna betur því að ég hef ekki hausinn í að raða saman öllum stykkjunum í púsluspilinu. Þetta geri ég samt fyrst eftir að hafa spilað leikinn í gegn því að það er fátt skemmtilegra en að spila svona leik í fyrsta sinn án þess að vita hvað er handan við hornið. Seinna er líka skemmtilegt að spila leikinn í gegn aftur, prófa ný vopn eða spila í gegnum ákveðna nýjung í Bloodborne sem kallast Bikardýflissur (Chalice Dungeons). Þetta er dýflissur sem þú býrð til sjálfur og eru með sama sniðmáti og „dungeons“ í World of Warcraft þar sem þú berst við venjulega óvini og síðast við einhvert stórskrímsli. Smátt og smátt kemstu í erfiðara dýflissur sem gefa betri hluti. Þetta er nokkurs konar hamstrahjól en furðulega ávanabindandi. Þarna eru líka nokkur einstök skrímsli og hlutir sem finnast ekki í aðalleiknum.

    Bloodborne05

    Engin rós án þyrna

    Mig langar til að gefa Bloodborne fullt hús stiga. Þetta er frábær leikur sem ég mun og hef spilað mikið. Það er því miður bara ekki hægt því að hann hefur tvo stóra galla. Í fyrsta lagi er það hleðslutíminn (loading times) sem er alveg fáránlega mikill fyrir PS4 leik (allt upp í 45 sekúndur) og þar sem það er ein bækistöð þá þarf maður stundum að þola þetta tvisvar þegar maður fer á milli svæða. Vonandi verður þetta lagfært í framtíðinni.

    Seinna atriðið er „farming“, það að þurfa að drepa skrímsli aftur og aftur bara til að fá ákveðna hluti eins og byssuskot og það sem mikilvægara er heilsudrykki (blood vials). Það er mjög leiðinlegt að hafa reynt nokkrum sinnum við erfitt stórskrímsli og klára svo alla heilsudrykkina og neyðast til þess að fara eitthvað til að safna. Ég kunni betur við fyrri leikina sem höfðu ákveðið magn heilsudrykkja (sem hægt að var að auka) fyrir hvert líf. Fyrir þetta tvennt tapar Bloodborne hálfri stjörnu.

    Bloodborne er samt alveg einstakur leikur og þegar hann læsir klónum í mann þá er erfitt að losa sig rétt eins og með fyrri leikina. Strax er ég farinn að hlakka til að sjá hvað þeir koma með í viðbótum (DLC). Það að spila með eða á móti öðrum er enn til staðar og með samskonar sniði og áður, spilarar geta hjálpast að með að sigra stórbardaga eða barist á móti hver öðrum. Það hefur gengið upp og ofan að tengjast við aðra en það fer eftir mörgum þáttum innan leikjarins sjálfs og þarf ekkert endilega að vera vandamál. Semsagt stórgóður leikur með smávægilegum vandamálum sem ná samt ekki að skemma heildarmyndina.

    Bloodborne Leikjarýni Steinar Logi Sigurðsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjabloggið 21.4.2015 | Bloodborne, Lords of the Fallen, Dishonored, LBP3 og Never Alone
    Næsta færsla Þessir leikir eru tilnefndir til Nordic Game Awards 2015
    Steinar Logi

    Svipaðar færslur

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.