Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»EVE Fanfest 2015: EVE: Valkyrie spilaður
    Fréttir

    EVE Fanfest 2015: EVE: Valkyrie spilaður

    Höf. Nörd Norðursins23. mars 2015Uppfært:23. mars 2015Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    CCP bauð gestum EVE Fanfest að prófa EVE: Valkyrie, en leikurinn er enn í vinnslu og má gera ráð fyrir því að leikurinn komi á markað á svipuðum tíma og Oculus Rift og Sony Morpheus sýndarveruleikagleraugun koma á markað, á þessu eða næsta ári. Á bilinu 1.300 – 1.400 manns prófuðu leikinn á Fanfestinu í ár og virtust viðbrögð spilara yfir höfuð vera mjög jákvæð.

    Kristján S. Einarsson er einn þeirra sem prófaði leikinn á laugardaginn og voru þetta hans viðbrögð við leiknum:

    Þetta er mjög flottur leikur sem minnir mann á gömlu góðu dagana, leiki á borð við Wing Commander og Descent: FreeSpace. Gleraugun gera mann þó ákaflega sjóveikann.

    Undirritaður prófaði leikinn í fjórða sinn á þessu Fanfesti. Það má vissulega segja að leikurinn verði sífellt betri og grafíkin flottari með hverri útgáfu þó svo að leikurinn sé enn á vinnslustigi (pre Alpha) eins og má sjá á þessu nýja sýnishorni úr leiknum sem var frumsýnt á Fanfestinu í ár. Eftir að hafa spilað EVE: Valkyrie í þessar þrjár mínútur sem voru í boði er ekki annað hægt að segja en að það verði spennandi að fylgjast afram með þróun leiksins. Á þessum þremur mínútum hvaddi maður veruleikann um leið og gleraugun voru sett á mann og tók þess í stað þátt í hröðum og skemmtilegum geimbardaga. Leikurinn er flottur og er einstaklega auðvelt að læra á stjórntakkana, en spilarinn getur valið á milli þess að skjóta beint áfram með hefðbundnum byssum á geimskipinu eða nota eltisprengur þar sem nauðsynlegt er að læsa miði á andstæðinginn með því að notast við sýndarveruleikagleraugun. Það er takmarkað sem maður nær að gera í leiknum á þremur mínútum en það sem ég hef séð lofar mjög góðu.

    Til gamans má geta að þá var keppt í EVE: Valkyrie á Fanfest í ár sem var fyrsta VR leikjamótið sem var sýnt í beinni útsendingu.

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri

     

    ccp eve fanfest EVE Fanfest 2015 EVE Valkyrie Morpheus Oculus Rift
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaEVE Fanfest 2015: Ný stikla úr EVE Online
    Næsta færsla EVE Fanfest 2015: „BOOM BITCH!“ [MYNDBAND]
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.