Kvikmyndaverið Universal hefur tryggt sér réttinn að Vikingr, víkingamynd Baltasars Kormáks og RVK Studios sem er meðframleiðandi ásamt Working Title og Marc Platt Productions. Baltasar mun leikstýra myndinni sem byggir á handriti hans og Ólafs Egils Egilssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Universal og Baltasar vinna saman, en kvikmyndirnar 2 Guns og Contraband eftir Baltasar voru einnig unnar í samstarfi við Universal.
Frá þessum fréttum greina Hollywood Reporter og Deadline.
Um þessar mundir er Baltasar önnum kafinn við eftirvinnslu á Everest, sem verður frumsýnd verður í september á næsta ári og er líka framleidd af Universal og Working Title. Balti mun einnig leikstýra Reykjavik, kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða 1986 þar sem Michael Douglas og Christoph Waltz fara með hlutverk Reagans og Gorbachevs.
Mynd: Kvikmyndavefurinn.is
![]()

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson.
