Bíó og TV

Birt þann 8. október, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Universal tryggir sér víkingamynd Baltasars

Kvikmyndaverið Universal hefur tryggt sér réttinn að Vikingr, víkingamynd Baltasars Kormáks og RVK Studios sem er meðframleiðandi ásamt Working Title og Marc Platt Productions. Baltasar mun leikstýra myndinni sem byggir á handriti hans og Ólafs Egils Egilssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Universal og Baltasar vinna saman, en kvikmyndirnar 2 Guns og Contraband eftir Baltasar voru einnig unnar í samstarfi við Universal.
Frá þessum fréttum greina Hollywood Reporter og Deadline.

Um þessar mundir er Baltasar önnum kafinn við eftirvinnslu á Everest, sem verður frumsýnd verður í september á næsta ári og er líka framleidd af Universal og Working Title. Balti mun einnig leikstýra Reykjavik, kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða 1986 þar sem Michael Douglas og Christoph Waltz fara með hlutverk Reagans og Gorbachevs.

Mynd: Kvikmyndavefurinn.is

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑