Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»Sápukúlukappinn AT-LI – Ný íslensk leikfangahönnun
    Íslenskt

    Sápukúlukappinn AT-LI – Ný íslensk leikfangahönnun

    Höf. Nörd Norðursins20. október 2014Uppfært:20. október 2014Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Við erum stödd á Íslandi. Rokkhljómsveitin Endless Dark eru að túra um landið og eiga aðeins eina tónleika eftir. En, – hvað var nú þetta?! Atli, gítarleikari hljómsveitarinnar, sér skæran glampa í fjarska. Atli ákveður að kanna málið betur og finnur glampandi gylltan skjöld liggjandi í íslenskri náttúru. Um leið og Atli ætlar að taka upp skjöldinn festist skjöldurinn við hönd hans og Atli verður á svipstundu massaður og tanaður. Skyndilega birtist hópur af huldufólki og tilkynnir Atla að hann sé sá útvaldi og sá eini sem getur haldið á The Shield of Nature. Atli er eina von fólksins um að sigra kuldabola, Frostar the Winter King, og þar með komið í veg fyrir endalausan íslenskan vetur!

    ATLI2

    Svona hljómar baksaga sápukúlukappans AT-LA og illmennisins Frostar sem eru handgerð leikföng sem hinn 27 ára Viktor Sigursveinsson bjó til. Viktor titlar sig sem listleikfangagerðarmann en er einnig söngvari í rokkhljómsveitinni Endless Dark, ásamt því að vera nuddari. Snemma á þessu ári byrjaði Viktor að búa til leikföng í takmörkuðu magni sem eru aðallega ætluð söfnurum. Hvert leikfang er sérstakt og unnið af Viktori í höndunum og þar af leiðandi eru engin tvö leikföng alveg eins. Til að búa til kallana notar Viktor mismunandi parta af gömlum dótaköllum og gerir sílikon mót af þeim sem hann steypir svo með resín plasti. Partarnir eru svo snyrtir til, málaðir og að lokum eru hlutirnir festir saman.

    Atli, bróðir Viktors, myndskreytti og prentaði umbúðirnar fyrir fígúrurnar en hann er jafnframt gítarleikari Endless Dark. Hægt er að fylgjast með leikfangagerð Viktors á Facebook-síðunni Viktor’s Vintages, en þar má einnig finna fleiri dótakalla á borð við Kúka-Ladda. Viktor segist lauma á fleiri leikfanga hugmyndum en ætlar að sjá hvernig undirtektirnr verða áður en lengra er haldið.

    Horfðu á auglýsinguna fyrir sápukúlukappann mikla hér fyrir neðan!

     

    AT-LI And The Bubble Warriors

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

     

    AT-LI Bjarki Þór Jónsson Endless Dark Viktor Sigursveinsson Viktors Vintage
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Middle-earth: Shadow of Mordor
    Næsta færsla Ofvitar #26 – Snjór
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.