Greinar

Birt þann 4. júní, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Topp 20 Xbox 360 leikir [1-10]

Þar sem að ég er búinn að svíkja lit og keypti mér PS4 ákvað ég að henda saman í topplista yfir mína topp 20 Xbox 360 leiki. Í gær var birtur listi yfir sæti 11-20 og nú höldum við áfram með efstu 10 sætin.

 

10. Limbo

Topp20_Limbo

Limbo er mjög stílhreinn leikur á yfirborðinu, en hann er svakalega fallegur og flókinn þar sem auðvelt er að deyja áður en manni tekst að leysa þrautirnar. Andrúmsloftið yfir leiknum er mjög myrkt og brenglað.

 

9. The Walking Dead

Topp20_WalkingDead

Ég hef komist að því við skrif á þessari grein að söguþráður skiptir mig mestu máli og Walking Dead-sagan er með þeim bestu. Uppvakningar hafa ráðið hjarta mínu síðan Resident Evil 2 kom út. Þessi leikur gaf manni nýja leið til að spila uppvakningaleik þar sem maður er ekki mikið í því að drepa uppvakninga heldur að berjast við lífið og mannfólkið eftir heimsenda.

 

8. Dragon Age: Origins

Topp20_DragonAgeO

Ég spilaði og elskaði Baldurs Gate leikina þegar þeir komu út. Það var því fagnaðarerindi þegar að nýr miðalda hlutverkaleikur kom út. Þrátt fyrir nokkrar leiðinlegar villur var leikurinn mjög skemmtilegur. Erfiðir bardagar og geðveik saga bættu upp fyrir alla galla. Áhugavert einnig hvernig ákvarðanir manns hafa áhrif á enda leiksins og því hægt að spila hann aftur á mismunandi hátt. Verst að framhaldið olli svona miklum vonbrigðum.

 

7. Fallout: New Vegas

Topp20_Fallout3Vegas

Fallout 3 var ný upplifun, frábrugðin fyrri Fallout leikjunum. Hins vegar var staðsetningin og umhverfið í honum ekkert sérstaklega spennandi. New Vegas gerist á einum af mínum uppáhaldsstöðum á jörðu og minnti umhverfið mig meira á fyrri Fallout leikina heldur en Fallout 3 . Enda gerðust Fallout 1 og 2 á svipuðum slóðum. Söguþráðurinn var einnig meira spennandi og einnig er engin ákvörðun rétt eða röng.

 

6. GTA V

Topp20_GTAV

Örugglega sá leikur sem flestir tölvuspilarar höfðu beðið hvað mest spenntir eftir. Einhver flottasti leikur á þeim tíma þegar hann kom út og með stærstu sandkassaheimum sem til eru. Hann er kannski of stór þar sem það gat tekið mann nokkrar mínútur að komast á milli staða. Sagan í leiknum er týpísk GTA saga þar sem menn svíkja hvorn annan eins og þeir eiga lífið að leysa (sem þeir gera oftast í GTA-leikjum). Aftur á móti er alltaf jafn skemmtilegt að spila þessa leiki. það er bara eitthvað við þá sem gerir þá rosalega skemmtilega. Það hefur örruglega eitthvað að gera með það að maður getur látið eins og fífl í heimi sem lítur út eins og raunveruleikinn án þess að þola nokkrar afleiðingar. Ránsverkefnin voru líka mjög góð, besti partur leiksins.

 

5. Mass Effect

Topp20_ME1

Þegar ég byrjaði að spila þennan leik kom yfir mig svakalega sterk tilfinning sem einkennir Mass Effect leikina fyrir mér. Mér leið eins og ég væri að horfa á svakalega stóra bíómynd. Mass Effect var flottasti leikur sem ég hafði séð til þessa. Því miður ákvað Xbox tölvan að gefa sig og gat ég því ekki spilað hann í nokkra daga. Þess vegna var ég mjög spenntur þegar ég gat loksins spilað hann aftur. Sagan er frábær og var þetta með fyrstu leikjunum þar sem ákvarðanirnar sem ég tók höfðu áhrif á fólk í kringum mig að einhverju leyti.

 

4. XCOM: Enemy Unknown

Topp20_XCOM

Ég spilaði gömlu XCOM leikina og því var ég kvíðinn að sjá hvernig sá nýi yrði, þar sem aðrir lotubyggðir herkænskuleikir (turn based strategy) sem komu út síðustu ár höfðu ollið vonbrigðum. XCOM olli engum vonbrigðum og var fyrsti leikurinn í mörg ár sem ég var spenntur að spila þegar ég vaknaði á morgnana. Einnig lenti ég oft í því að spila hann of lengi þar sem maður hugsaði „eitt mission í viðbót, svo fer ég að sofa.“ Það endaði illa!

 

3. Batman: Arkham City

Topp20_BatmanAC

Eins og aðrir framhaldsleikir á þessum lista tók Arkham City hlutina sem voru góðir við Arkham Asylum og gerði þá betur. Stærri heimur, mjög góður söguþráður og auðvitað klikkaðir karakterar.

 

2. Bioshock: Infinite

Topp20_BioShockI

Ég kynntist Bioshock seríunni fyrst í Bioshock 2. Hann var mér mikil vonbrigði og fór ég þá og prófaði Bioshock 1. Hann var talsvert betri en sökum þess að ég hafði spilað 2 fyrst þá hafði hann ekki jafn sterk áhrif á mig og hann hefði kannski átt að gera. Bioshock Infinite bætti fyrir það. Infinite var svakalega flottur og skemmtilegur leikur með mjög góðum karakterum. Sagan var örugglega sú besta sem hefur verið sögð í tölvuleik að mínu mati.

 

1. Mass Effect 2

Topp20_ME2

Uppáhaldsleikurinn minn. Byggði á því sem fyrri leikurinn hafði sett í gang, kynnti nýja óvini, og nýja og skemmtilega félaga. Bardagakerfið gott eins og í hinum leikjunum. Sagan er auðvitað eins og í hinum Mass Effect leikjunum geðveik og finnst mér þetta vera skemmtilegasti Mass Effect-leikurinn og með besta söguþráðinn. Ég spilaði þennan risastóra leik til enda a.m.k. 6 sinnum!

 

<< Fyrri síða

 

 

Höfundur er Elmar Víðir Másson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑