Fréttir

Birt þann 12. júní, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sony kynnir Uncharted 4, LBP 3, Powers og fleira á E3 2014

Sony hóf kynninguna með nýju sýnishorni úr Destiny og tilkynnti að leikurinn færi í beta prófun 17. júlí næst komandi. Í tengslum við leikinn mun Sony bjóða upp á sérstakan Destiny PS4 pakka sem inniheldur hvíta PS4 leikjatölvu og eintak af Destiny leiknum.

Fjöldi spennandi indí leikja eru væntanlegir á PS3 og PS4 og þar ber að nefna Aaru’s Awakening frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox Games. Sony sýndi ekki nýju stikluna úr leiknum á E3 blaðamannafundinum en Lumenox Games er á svæðinu að kynna leikinn sinn fyrir gestum E3 sýningarinnar.  Aðrir leikir sem eru væntanlegir á PS leikjatölvurnar eru Titan Souls, Abzu, Broforce, Not a Hero, Hotline Miami: Wrong Number, The Talos Principle og Entwined. The Last of Us verður uppfærður fyrir PS4 og kemur út 29. júlí. GTA V er einnig væntanlegur á PS4 næsta haust, og okkur til mikillar gleði verður hægt að uppfæra upplýsingar úr PS3 yfir í PS4, þannig að þeir sem hafa spilað GTA V mikið á PS3 geta haldið áfram á PS4. Ný viðbót fyrir Infamous Second Son var kynnt og undirstrikað að ekki væri nauðsynlegt að eiga Infamous Second Son til að spila viðbótina, en þeir sem ættu Infamous Second Son myndu fá aðgang að sérstöku efni (special content).

 

Grim Fandango og Project Morpheus

Þær gleðifréttir bárust að gullmolinn Grim Fandango, sem Tim Schafer og LucasArt gerðu frægan árið 1998, yrði endurgerður fyrir PlayStation 4 og PS Vita. Mikil fagnaðarlæti brutust út enda gæðaleikur hér á ferð. Það er Double Fine Productions, leikjafyrirtæki Tim Schafers, sem mun annast endurgerðina.

Sony benti á möguleika PlayStation myndavélarinnar og framtíð tölvuleikja. Sýndargleraugun Project Morpheus eru til sýnis og þar geta gestir fengið að prófa græjuna og spilað EVE Valkyrie frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP. Á fundinum var einnig tilkynnt að YouTube app væri á leiðinni á PS4 og gætu notendur halað myndböndum beint þangað inn.

 

Powers, PlayStation TV og Ratchet & Clank

Tilkynnt var að Powers teiknimyndasagan eftir Brian Michael Bendis og Michael Avon Oeming verði að nýrri sjónvarpsseríu sem verður fáanleg á PlayStation. Myndasögurnar fjalla um tvo rannsóknarlögreglumenn sem sérhæfa sig í glæpum sem tengjast ofurhetjum og ofurkröftum. Tvær seríur verða gerðar til að byrja með. Fyrsti þátturinn verður frír í Bandaríkjunum í gegnum PlayStation og bandarískir PS Plus áskrifendur fá ókeypis aðgang að allri seríunni. Vonum að það sama muni gilda um Evrópu. Kristján Már, penni Nörd Norðursins, gagnrýndi myndasöguna Who Killed Retro Girl? sem er hluti af Powers seríunni og gaf sögunni 4 stjörnur af 5 mögulegum. Enn er verið að finna leikara í hlutverkin og var þar af leiðandi ekkert sýnt úr þáttunum. Aftur á móti var sýnt úr nýrri Ratchet & Clank kvikmynd í fullri lengd sem verður tilbúin árið 2015.

PlayStation TV græjan var kynnt til sögunnar. PlayStation TV kom á japanskan markað í fyrra en er væntalegur á þessu ári til Bandaríkjanna og Evrópu. Með græjunni geta notendur streymt leiki og þannig spilað leiki í sjónvarpi sem er ekki beint tengt við PS4 tölvuna. Í þessu stutta kynningarmyndbandi sést ágætlega hvernig þessi möguleiki PlayStation TV virkar.

Ný sýnishorn og stiklur úr væntanlegum leikjum voru einnig sýndar í fyrsta sinn á blaðamannafundinum og er hægt að horfa á myndböndin hér fyrir neðan.

 

The Order: 1886

 

LittleBigPlanet 3

 

Bloodborne

 

Far Cry 4

 

Dead Island 2

 

Battlefield: Hardline

 

Magicka 2

 

Let it Die

 

No Man’s Sky

 

Mortal Kombat X

 

Metal Gear Solid V: The Phantom Pain

 

Batman: Arkham Knight

 

Uncharted 4

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑