Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Invizimals: The Lost Kingdom
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Invizimals: The Lost Kingdom

    Höf. Nörd Norðursins29. maí 2014Uppfært:29. maí 2014Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta Invizimals var þegar ég setti leikinn í gang. Þessi leikjasería hefur eingöngu verið á PSP vélina og þá sem eins konar söfnunarleikur í anda Pokémon leikjanna.

    Það eru ekki miklar upplýsingar um hvað er að gerast þegar leikurinn byrjar. Maður spilar sem Hiro, krakka sem er sendur í gegnum hlið yfir í annan heim. Hann þarf svo að komast að því hvers vegna vélmenni eru að eyðileggja þann heim. Í þessum heimi eru þessi dýr, Invizimals, og getur maður breytt sér í mismunandi dýr þegar líður á leikinn. Dýrin hafa sér eiginleika sem nýtast við að komast í gegnum borðin. Einnig er hægt að safna gullpeningum til þess að kaupa kraftmeiri árásir fyrir hvert dýr.

    Þrátt fyrir litla vitneskju um heiminn, dýrin og persónurnar í leiknum er manni alltaf sagt hvað á að gera næst. Samt uppgötvaði ég ekki fyrr en ég var hálfnaður að ég gat skipt um árásir með því að ýta á R1; það eru bara þrír takkar fyrir árásir, kassi kýlir sem er það sem maður byrjar með, þríhyrningur inniheldur 1 af 3 árásum og hringur inniheldur 1 af 3 árásum sem þarfnast hleðslu. Þrátt fyrir það var maður ekki í vanda með leikinn þótt maður hefði kannski getað verið með aðeins kröftugri brögð heldur en þau sem var sett á mann sjálfkrafa.

    Invizimals_Kingdom_01

    Þessi leikur er ósköp einhæfur og einfaldur leikur fyrir krakka. En þar sem litla sem engin sögu eða persónusköpun er að finna í leiknum hef ég grun að unglingar og fullorðnir eigi ekki eftir að fá mikið úr honum. Það sem helst hrjáði leikinn var að það gat verið pirrandi að fara til baka, ef maður vildi ná sér í auka gullpeninga á öðrum stað áður en maður hélt áfram á rétta braut. Það er þess vegna að maður hefur enga stjórn yfir sjónsviðinu nema bara mjög takmarkað í kringum mann. Það gerði sum stökk erfið þar sem maður gat ekki séð hvert maður átti að stökkva. En svo lengi sem maður fer áfram þá er þetta ekkert mál.

    Það sem gerir þennan leik öðruvísi er að það er til annar leikur sem er fáanlegur á PS Vita vélinni sem heitir Invizimals: The Alliance og er hægt að tengjast við fjölspilunarmöguleika PS3 leiksins. En fjölspilunin í PS3 leiknum er slagsmálaleikur þar sem maður notar dýrin sem maður hefur safnað sér, byggir þau upp með því að vinna bardaga. En það er hægt að finna fleiri dýr í Alliance leiknum. Fyrir þá sem eiga bara PS3 og hafa eingöngu áhuga á einspiluninni gerir þetta voða lítið fyrir mann. En eftir að hafa séð myndskeið á YouTube hvað gömlu leikirnir á PSP og þessi nýi á PS Vita þá virkar þetta mjög sniðugt og skapandi.

    Invizimals_Kingdom_02

    Leikurinn er mjög litríkur og allt er í teiknimyndastíl þannig að grafíklega séð get ég ekki sagt að leikurinn líti eitthvað illa út. Sama með hljóðið, talsetningin er ágæt og sum dýrin eru með áhrifaríkari siguröskur en önnur.

    Þetta er God of War fyrir krakka, maður berst við óvini og safnar peningum og heldur áfram þangað til maður klárar leikinn. Hérna er lítið sem drífur mann áfram, maður er eingöngu að elta þessa vélmenni þangað til maður kemst að því hver er illmennið og bjargar heiminum sem Invizimals dýrin búa í. Það eru viss vonbrigði þegar það er búinn til sérheimur fyrir mann að skoða en það er lítið fyrir mann að læra um hann. Þessi leikur er frekar langur fyrir svona einhæfan og innihaldslausan leik, en það tók mig 10 tíma að klára hann. Ef maður færi alltaf beina leið í staðinn fyrir að reyna að finna allt sem er hægt að safna væri hugsanlega hægt að skafa af þessu 1-2 tíma.

     

    Höfundur er Jósef Karl Gunnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Invizimals Josef Karl Gunnarsson Leikjarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpider-Man og Gwen Stacy
    Næsta færsla Úrslit Nordic Game verðlaunanna – Resogun valinn besti leikurinn
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.