Fréttir

Birt þann 2. maí, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

EVE Fanfest 2014: Skotleikur í anda DUST 514 væntanlegur á PC

Á DUST 514 Keynote steig Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fyrstur á svið og kynnti Jean-Charles Gaudechon aðalframleiðandi DUST 514 í framhaldinu á sviðið. JC (eins og hann vill láta kalla sig) fór yfir þróun DUST 514 undanfarið ár og þakkaði samstarfsfólki og Sony sérstaklega fyrir mikla hjálp. Í framhaldinu talaði hann um það sem er mikilvægast frá þeirra sjónarhorni; sem er samfélagið í leiknum. Einnig nefndi JC að það væri mjög mikilvægt að viðhalda gæðum og jafnvægi í leiknum.

En hvað næst? JC talaði um að þeir hefðu að sjónarmiði fjóra einfalda stólpa sem væru í kjarnann: fjölspilun, fljótandi spilun, hagkerfi byggt á leikmönnum og Nýja Eden (sem er heimurinn).

Project_Legion_01

Þar á eftir kynnti hann „Project Legion“ sem er nafnið á nýjum leik sem byggir á grunni DUST 514 en verður með nýju „sandbox“ elementi. Sá leikur á að vera gefinn út á PC-tölvu, ólíkt DUST 514 sem er eingöngu fáanlegur á PS3. Hann talaði um að með því að gefa leikinn út á PC myndi það gefa þeim aukið frelsi til að gera fleiri hluti sem þeir töldu mikilvæga í framleiðslu leiksins eins og til dæmis útlitslegar uppfærslur og gera biðtíma milli bardaga styttri og stílhreinni.

Project_Legion_02

Að lokum var gestum sýnt myndbrot af spilun leiksins á PC tölvu. Í myndbrotinu sýndu þeir upphaflegu valmyndina og hversu auðvelt væri að finna og komast inn í bardaga. Það tók smá tíma að hlaða sig inn í kortið en leikurinn er á byrjunarstigi. Kortið sem var valið var nálægt eldfjalli og ekki ólíkt náttúru Íslands. Þegar komið var inn í bardagann sýndu þeir aðallega umhverfið í kringum spilarann og aðeins hvernig dulbúnaður (cloaking) virkaði í leiknum. Það var mjög lítið sýnt af bardaga þar sem skothljóðin hefðu yfirgnægt JC þegar hann var að útskýra umhverfið. Eftir þetta stutta kynningarmyndband þakkaði JC fyrir sig og kvaddi áhorfendur.

 

Höfundur er Elmar Víðir Másson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑