Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»EVE Fanfest 2014: Skotleikur í anda DUST 514 væntanlegur á PC
    Fréttir

    EVE Fanfest 2014: Skotleikur í anda DUST 514 væntanlegur á PC

    Höf. Nörd Norðursins2. maí 2014Uppfært:3. maí 2014Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Á DUST 514 Keynote steig Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fyrstur á svið og kynnti Jean-Charles Gaudechon aðalframleiðandi DUST 514 í framhaldinu á sviðið. JC (eins og hann vill láta kalla sig) fór yfir þróun DUST 514 undanfarið ár og þakkaði samstarfsfólki og Sony sérstaklega fyrir mikla hjálp. Í framhaldinu talaði hann um það sem er mikilvægast frá þeirra sjónarhorni; sem er samfélagið í leiknum. Einnig nefndi JC að það væri mjög mikilvægt að viðhalda gæðum og jafnvægi í leiknum.

    En hvað næst? JC talaði um að þeir hefðu að sjónarmiði fjóra einfalda stólpa sem væru í kjarnann: fjölspilun, fljótandi spilun, hagkerfi byggt á leikmönnum og Nýja Eden (sem er heimurinn).

    Project_Legion_01

    Þar á eftir kynnti hann „Project Legion“ sem er nafnið á nýjum leik sem byggir á grunni DUST 514 en verður með nýju „sandbox“ elementi. Sá leikur á að vera gefinn út á PC-tölvu, ólíkt DUST 514 sem er eingöngu fáanlegur á PS3. Hann talaði um að með því að gefa leikinn út á PC myndi það gefa þeim aukið frelsi til að gera fleiri hluti sem þeir töldu mikilvæga í framleiðslu leiksins eins og til dæmis útlitslegar uppfærslur og gera biðtíma milli bardaga styttri og stílhreinni.

    Project_Legion_02

    Að lokum var gestum sýnt myndbrot af spilun leiksins á PC tölvu. Í myndbrotinu sýndu þeir upphaflegu valmyndina og hversu auðvelt væri að finna og komast inn í bardaga. Það tók smá tíma að hlaða sig inn í kortið en leikurinn er á byrjunarstigi. Kortið sem var valið var nálægt eldfjalli og ekki ólíkt náttúru Íslands. Þegar komið var inn í bardagann sýndu þeir aðallega umhverfið í kringum spilarann og aðeins hvernig dulbúnaður (cloaking) virkaði í leiknum. Það var mjög lítið sýnt af bardaga þar sem skothljóðin hefðu yfirgnægt JC þegar hann var að útskýra umhverfið. Eftir þetta stutta kynningarmyndband þakkaði JC fyrir sig og kvaddi áhorfendur.

     

    Höfundur er Elmar Víðir Másson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    ccp dust 514 eve fanfest EVE fanfest 2014 Project Legion
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFöstudagssyrpan #71 [MYNDBÖND]
    Næsta færsla EVE Fanfest 2014: EVE Online fær 10 uppfærslur á ári
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.