Fréttir

Birt þann 6. apríl, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Skjálfti snýr aftur

Síminn hefur tilkynnt að tölvuleikjakeppnin Skjálfti muni fá endurnýjun lífdaga sinna og snúa aftur um miðjan apríl. Skjálftamótin hafa ekki verið haldin í nokkur ár, en þau voru á sínum tíma vinsælustu LAN-mót Íslands, þar sem hundruðir einstaklinga kepptu í tölvuleikjum á borð við Counter-Strike, Quake, Warcraft og fleiri leikjum.

Fyrsta skjálftamótið mun vera League of Legends mót, og verður ólíkt fyrri mótum, spilað á netinu. Skráning er þegar hafin á Skjálftasíðu Símans, en mótið hefst miðvikudagskvöldið 16. apríl. Síminn mun verðlauna efstu þrjú liðin í mótinu, en nánari upplýsingar um vinninga og mótsskipulag mun vera tilkynnt nánar þegar skráningu líkur þann 10. apríl.

http://www.siminn.is/skjalfti/

 

Höfundur er Kristinn Ólafur Smárason,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑