Fréttir

Birt þann 13. apríl, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

PlayStation og Nintendo þykja svöl vörumerki – en ekki Xbox

MMR (Markaðs og miðlarannsóknir) kynnti niðurstöður nýrrar könnunar á markaðsráðstefnunni How Cool Brands Stay HOT í Háskólabíó á föstudaginn. MMR kannaði hvaða vörumerki þykja svöl að mati íslensku aldamótakynslóðarinnar (einnig kölluð Y-kynslóðin). Vörumerkjum var skipt niður í nokkra flokka og þar kom meðal annars fram að Apple og Samsung þykja svölustu farsímavörumerkin hér á landi og mælist mjög lítill munur á milli vörumerkjanna tveggja.

Í flokknum tölvur kom fram að Apple væri svalast, þar á eftir PlayStation, Nintendo og Dell. Xbox frá Microsoft komst ekki á listann í umræddri könnun. Hér eru þau fjögur tölvuvörumerki sem Y-kynslóðinni á Íslandi þykja svölust. Prósentutalan segir til um hve hátt hlutfall þátttakennda þykir eftifarandi vörumerki svöl.

svolustu_tolvu_vorumerkin

Yfir 500 manns tóku þátt í könnuninni sem var gerð í mars 2014.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑