Birt þann 31. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins
Haldið upp á Alþjóðlega borðspiladaginn 5. apríl
Laugardaginn 5. apríl næstkomandi verður haldið upp á Alþjóðlega borðspiladaginn (International TableTop Day) víða um heim. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í fyrra af Geek & Sundry og voru þá yfir 3.000 viðburðir skráðir í 64 löndum. Gert er ráð fyrir að enn fleiri haldi upp á daginn þetta árið.
Á þessum degi eru spilarar hvattir til að hittast og spila saman, og með þeim hætti efla spilamenninguna. Það má nefninlega ekki gleyma því að spil eru ekki bara skemmtileg, heldur líka tilvalin leið til að verja meiri tíma með vinum og styrkja tengslin – og auðvitað hafa gaman líka!
Tvær helstu spilabúðir landsins, Nexus og Spilavinir, ætla að halda upp á daginn hér á landi.
Nexus ætlar að halda spilamót í King of Tokyo (sem við gagnrýndum fyrir stuttu) sem hefst kl. 14 í spilasal Nexus. Á Facebook-síðu Nexus kemur fram að sigurvegarinn fái sérstakt sýniseintak af Space Penguin viðbótinni í verðlaun:
Í tilefni af TableTopDay höldum við King of Tokyo spilamót næsta laugardag í spilasalnum okkar (sem er við hliðina á búðinni).
.
Við byrjum kl. 14:00 og það kostar ekkert að taka þátt.
.
Sigurvegarinn og einn þátttakandi af handahófi fá sérstakt prómó Space Penguin monster í verðlaun. Einnig verða einhver aukaverðlaun.
.
Planið er að spila þrjár umferðir og hver umferð er klukkutími (það getur reyndar breyst eftir þátttöku).
.
Mótið hefst kl. 14 en á milli 12 og 14 er hægt að koma og læra King of Tokyo og spila síðan á mótinu. Spilið er ekki það flókið!
.
Ekkert kostar að taka þátt og allir velkomnir.
Spilavinir verða með blandaðri dagskrá og fleiri spil. Það verður Dominion mót, Ticket to Ride prufuspil og fleira líkt og kemur fram á Facebook-síðu viðburðarins:
Laugardaginn 5. apríl verður haldið upp á alþjóðlega borðspiladaginn (International TableTop Day). Nú þegar er búið að skrá yfir 2.000 viðburði um allan heim.
.
Að sjálfsögðu taka Spilavinir þátt:
.
• Dominion mót kl. 14 – opið öllum.
• Mega-Carcassonne – nokkur grunnspil og viðbætur saman í einu stóru spili.
• Öll Ticket to Ride spilin – uppsett og tilbúin til að prófa.
• Hægt verður að prófa ný spil, sérstaklega gefin út fyrir TableTop daginn.
• Spilasalurinn í kjallaranum verður opinn.
.
Á föstudaginn 4. apríl milli 16-18 verður forskot á sæluna þegar við fáum Keith Baker, höfund hins stórskemmtilega Gloom, í heimsókn.
.
Verið velkomin!
Við hvetjum alla spilanörda til að mæta, draga vini sína með, og gera daginn eftirminnilegan!
Notast verður við merkið #tabletopday á samfélagsmiðlum.
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.