Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Topp 5: Indí myndasögur ársins 2013
    Bækur og blöð

    Topp 5: Indí myndasögur ársins 2013

    Höf. Nörd Norðursins22. janúar 2014Uppfært:22. janúar 2014Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    5. Nowhere Men

    Nowhere Men

    Eina ástæðan  fyrir því að þessi titill er svo neðarlega á listanum er ruglingslegur útgáfu tími en þrátt fyrir það þá er þessi sería gull í okkar augum. Sagan gerist í heimi þar sem fjölmiðlar koma fram við vísindamenn sem rokkstjörnur. Sagan fylgir tveimum hópum fólks, annar er hópur vísindamanna sem eru keimlíkir Bítlunum og hinn er hópur fólks sem er fast í geimnum og kljáist við furðulega veirusýkingu. Þessi titill lauk fyrstu sögu sinni á liðnu ári og hún er fáanleg í Nowhere Men : Fates Worse Than Death frá Image Comics.

     

    4. East of West

    East of West

    East of West er sci-fi saga sem gerist í villta verstrinu með smá fantasíu ívafi. Jonathan Hickman á hrós skilið fyrir að búa til spennandi og dularfullan heim með áhugaverðum og skrautlegum persónum. Það fer ekki fram hjá neinum að Hickman er í essinu sínu þegar það kemur að þessum titli. Sagan fjallar um dómsdagsriddarann Death og vinnu hans við að.. drepa. Mögulega er hann að gera betri hluti í þessari seríu en í Avengers seríum sínum.

     

    3. Trillium

    Trillium

    Trillium er ástarsaga sem nýtir sér sci-fi til að segja sýrutrippssögu af epískri stærðargráðu. Meistari Jeff Lemire skrifar bæði og teiknar Trillium en stíll hans byggist á mjög „ljótum“ teikningum og passar það ótrúlega vel í þessa súrealísku sögu. Sagan gerist á tveimum tímum annar er árið 1921 og hinn er árið 3797. Hvert einasta blað er ólíkt t.d. er einu blaði skipt þannig að sögurnar tvær eru sagðar á sömu síðu en aðra lestu venjulega en hina á hvolfi. Af einhverri ástæðu er manni alveg sama þó að maður skilji ekki neitt í neinu, þrátt fyrir það nær sagan að heilla mann.

     

    2. Wake

    Wake

    Wake er 10 blaða smá sería skrifuð af Scott Snyder og teiknuð af Sean Murphy. Sagan gerist á botni sjávar þar sem hópur fólks hefur fangað dularfulla fisk-mannveru. Hasarinn byrjar þegar fólkið fattar að það vill ekki vera fast í litlu neðarsjávar-rými með klikkaðri skepnu sem þráir að drepa þau. Margir bera þessa sögu saman við Alien myndirnar því Scott Snyder dregur fram sömu hryllings afbrigði og Aliens myndirnar notuðu. Það er ekki einungis sagan, hryllingurinn og teikningarnar sem gera þessa seríu svona góða heldur hversu mikið Scott Snyder hefur lagt í lesa sig um hafmeyjur, sírenur, marbendla og fleiri skepnur. Það verður til þess að handrit sögunnar er gríðarlega áhugavert.

     

    1. Saga

    Saga

    Vá. Er ekki nóg að segja það? Þessi saga (haha pun) er fáránleg! Brian K. Vaughan er meistari í persónusköpun, óútreiknanlegum söguþráðum og spennuþrungnum endum. Saga er talin vera ein besta sería frá upphafi og hún verðskuldar það algjörlega. Í kjarnann er Saga sci-fi, fantasíu ástarsaga sem verður til þess að Saga heimurinn er mjög fjölbreyttur. Maður heldur með öllum karakterunum í sögunni, hvort sem þeir eru góðir eða vondir þá þykir manni vænt um þá. Ef að fólk vill byrja að lesa myndasögur mælum við strax með því að það lesi Saga því það er eitthvað svo yndislega heillandi við þessa seríu, það er bara ekki hægt að koma því í orð hversu frábær hún er.

     

    >> Topp 5: Marvel myndasögur ársins 2013
    >> Topp 5: DC myndasögur ársins 2013

     

    Höfundar eru Skúli Þór Árnason,
    og Þrándur Jóhannsson

     

    indie ofurhetjur saga Skúli Þór Árnason teiknimyndasaga topplisti Þrándur Jóhannsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTopp 5: Marvel myndasögur ársins 2013
    Næsta færsla The Legend of Zelda og tímalínurnar þrjár
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #55 – Leikir ársins 2024 og Switch 2 orðrómar

    13. janúar 2025

    Allt það vinsælasta á Nörd Norðursins árið 2024

    1. janúar 2025
    8

    Cult of the Lamb – Krúttlegt kaos sem þú munt elska

    22. september 2024

    Ísland sögusvið víkingaleiksins Landnáma – Viðtal við Mathias Tournier hjá Sonderland

    5. september 2024

    10 vel heppnaðir hinsegin tölvuleikir

    8. ágúst 2022

    Sjö ómissandi Switch leikir

    30. júní 2022
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.