Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Retró»Hvaða tölvu úr fortíðinni viltu fá í pakkann?
    Retró

    Hvaða tölvu úr fortíðinni viltu fá í pakkann?

    Höf. Nörd Norðursins21. desember 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það er alltaf jafn gaman að líta til fortíðar og oftar en ekki segja auglýsingar margt um tíðarandann. Kannski ágætt líka að skoða gamlar auglýsingar þar sem við fáum ekkert annað yfir okkur þessa jóladaga en nýjar auglýsingar. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar auglýsingar fyrir tölvur eða leikjatölvur sem þóttu svo svakalega góðar á sínum tíma að það var ekki hægt að lýsa því með nógu sterkum lýsingarorðum. (heimild: timarit.is)

     

    Sega Saturn

    í Vísi 1996

    01_Sega_Saturn

     

    Joy Stick

    Man einhver eftir versluninni Joy Stick? Þessi auglýsing birtist 1999.

    02_JoyStick

     

    Power Macintosh

    Vá hvað framtíðin reyndist vera miklu betri og nei þessi vél er fyrir fortíðina. Erum komin til ársins 1995.

    03_Mac

     

    Lynx

    Þessi er frá 1992. Borgarkringlan? Var eitthvað sem hét Borgarkringlan?

    04_Lynx

     

    NES

    Gefur orðinu ,,turbo“ algjörlega nýja merkingu. Einhver litlausasta auglýsing sem ég hef séð. Auglýsing  frá 1991.

    05_NES

     

    Tölvudeild Magna

    Tölvudeild Magna. Ekki tölvuverslun Magna, nei tölvudeild Magna. Þeir seldu meðal annars sérrit um tölvur í lausasölu sem og í áskrift. IBM og Machintosh samhæfing var möguleg hjá þeim. Já og svo sérhæfðu þeir sig í Atari. Þetta var árið 1988.

    06_Tolvudeild_Magna

     

    Commodore 64

    Árið 1985 birtist þessi auglýsing. Commodore 64! Eins og stendur í auglýsingunni var margt töff við vélina:
    ,,Við Commodore 64 heimilistölvuna er til fjöldi fylgitækja, svo sem segulband, diskettudrif, prentari, teiknari, skjár, stýripinnar og fleira. Það sem meira er: öll tengi fyrir jaðartækin eru innbyggð í Commodore 64!“

    07_Commodore64

     

    Tölvubúðin

    Árið 1981 var fólk spurt hvort það vildi fá sér tölvu. Þrátt fyrir það að margir ættu ekki tölvu þá setti Tölvubúðin fram þessa staðhæfingu í auglýsingunni: ,,Engin tölva er betri en forritin sem hún keyrir og forritin frá Tölvubúðinni eru landsfræg fyrir mikil gæði og vandaða uppbyggingu.“ Einmitt.

    08_Tolvur

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Commodore 64 dreamcast Joy Stick Lynx Macintosh NES Ragnar Trausti Ragnarsson retro Sega Saturn Tölvubúðin Tölvudeild Magna tölvur
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaJólaklassík og jólahryllingur í Bíó Paradís
    Næsta færsla Nörd Norðursins gefur jólapakka
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.