Bíó og TV

Birt þann 10. nóvember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Topp 5: Íslenskar kvenhetjur í kvikmyndum

Áður en ég skrifaði þennan lista ætlaði ég að telja upp íslenskar kvenhasarhetjur, með áherslu á hasar, en ég komst fljótlega að því að það er hægara sagt en gert. Því eru hér eingöngu taldar upp kvenhetjur í íslenskum kvikmyndum en sumar gætu flokkast sem hasarhetjur. Það er ljóst að íslenskar kvikmyndir státa ekki af mörgum kvenhetjum, sem er miður og mætti alveg fara að bæta úr því.

 

5. Mávahlátur (2001)

Kvenhetjur - Mávahlátur

Þegar Freyja (Margrét Vilhjálmsdóttir) kemur frá Ameríku þá grunar hin unga Agga að Freyja sé ekki öll þar sem hún er séð. Hún reynir á hetjulegan hátt að fletta ofan af henni og fer í hlutverk leynilögreglu.

 

4. Stella í orlofi (1986)

Kvenhetjur - Stella í orlofi

Edda Björgvinsdóttir í hlutverki Stellu hefur öðlast fastan stað í hjörtum landsmanna. Stella er kannski ekki þessi hefðbundna hetja en hún hefur vit fyrir öðrum í myndinni og berst hetjulega á móti heimskulegum ákvörðunum karlanna.

 

3. Astrópía (2007)

Kvenhetjur - Astrópía

Astrópía fjallar um samkvæmisstúlkuna Hildi (Ragnhildur Steinunn) sem verður fyrir áfalli í einkalífinu og af illri nauðsyn neyðist hún til þess að vinna í búð sem sérhæfir sig í hlutverkaleikjum og hasarblöðum. Fyrr en varir heillast hún af ævintýrum hlutverkaleikjanna. Mörkin milli ævintýra og raunveruleika verða óskýrari og ofurhetjan vaknar til lífsins.

 

2. L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra (2011)

Kvenhetjur - L7

Lára, leikin af Vicoriu Björk Ferrell, er ung stúlka sem dregst inn í heim leikhússins eftir sviplegt fráfall föður hennar og bróður. Leikhúsið sem hún tekur ástfóstri við á undir högg að sækja og þarf hún að leita leiða til þess að bjarga því þegar óprútnir aðilar byrja herja á það.

 

1. Borgríki (2011)

Kvenhetjur Borgríki

Hér er alvöru kempa á ferð. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur Andreu og túlkar hana á sannfærandi hátt. Andrea er hörð í horn að taka og er í raun eina kvenhasarhetjan sem sést hefur í íslenskum kvikmyndum.

Heimild: Kvikmyndavefurinn.is

Topp 5: Íslensk illmenni

 

Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑