Bíó og TV
Birt þann 26. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Svartir Sunnudagar snúa aftur með stæl
Svartir Sunnudagar snúa aftur! Svartir Sunnudagar hafa heldur betur náð að heilla okkur nördana upp úr skónum með sýningum á borð við Dawn of the Dead, Freaks og öflugri B-mynda árás. Á sunnudagskvöldum í vetur halda þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sigurjón Sigurðsson (Sjón) áfram að grafa upp og sýna költ klassíka í Bíó Paradís.
Vetrardagskrá Svartra Sunnudaga hófst seinasta sunnudag með meistaraverkinu Videodrome í leikstjórn Davids Cronenberg. Næsta sunnudag verður hrollvekjan Possession sýnd með Isabelle Adjani og Sam Neill í aðalhlutverkum.
Heimild: Bíó Paradís
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.