Fréttir

Birt þann 25. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Steam leikjatölvur í verslanir á næsta ári

Valve tilkynnti fyrr í dag að fyrirtækið væri í samvinnu við önnur fyrirtæki að hanna nokkrar mismunandi gerðir af SteamOS leikjatölvum. Þróun tölvanna er komin langt á leið og er skráning nú þegar hafin í beta-prófun vélbúnaðarins (hér).

Valve segir enga eina lausn henta öllum notendum og því hafi fyrirtækið ákveðið að útbúa nokkur mismunandi tæki til að sinna mismunandi þörfum, en allar vélarnar munu keyra á SteamOS stýrkerfinu. 300 prótótýpur eru tilbúnar og verða sendar völdum Steam notendum að kostnaðarlausu á næstunni.

Valve segir að Steam muni halda áfram þróast í takt við PC tölvurnar, en að Steam tölvurnar geti virkað sem spennandi kostur fyrir marga. Ekki er nauðsynlegt að kaupa sérstaka Steam tölvu til að keyra SteamOS og verður þar af leiðandi hægt að pússla saman í sína eigin tölvu sem keyrir SteamOS

Notendum verður frjálst að hakka og breyta eins miklu og þeim listir bæði í Steam tölvunni og stýrikerfinu. Kóði (source code) SteamOS verður aðgengilegur áhugasömum að kostnaðarlausu. Hægt verður að spila tölvuleiki með lyklaborði, mús og leikjafjarstýringum í gegnum Steam tölvurnar.

Smelltu hér til að lesa meira um SteamOS.

Steam Machines

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑