Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Nýtt gras á vellinum – Helgi Freyr prufar FIFA 14 Career Mode
    Fréttir

    Nýtt gras á vellinum – Helgi Freyr prufar FIFA 14 Career Mode

    Höf. Nörd Norðursins7. september 2013Uppfært:7. september 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Skemmtilega vildi til að þessi tölvuleikjaspilari fékk boð um að taka þátt í lokaðari Beta prufu fyrir FIFA 14. Þar sem fleiri er líklega jafn spenntir, ef ekki spenntari, fyrir þessum leik þá er upplagt að sýna smá frá leiknum og tala aðeins um breytingar sem hafa verið gerðar, athuga skal að þetta er alls ekki gagnrýni,  heldur aðeins fyrstu viðbrögð við leiknum.

    Útlit hefur verið tekið í gegn og er töluvert stílhreinna en í fyrri leikjum. Nú er bæði hægt að senda út njósnara og búa til þitt eigið njósnanet (e. Global Transfer Network). Þannig geta spilarar hannað sitt eigið net, safnað upplýsingum um leikmenn og fundið þann sem hentar best fyrir liðið.  Með þessu þá er verið að færa sig frá þeirri hugmynd að leikmaður hafi eina einkunn sem segir til um getu hans. Þess í stað þá gefur njósnari upp hversu góður leikmaðurinn er og leggur dóm á leikmanninn.

    Helsti munurinn frá síðasta leik eru sendingarnar, það er töluvert auðveldara að senda nákvæmar sendingar og ekki er verra að gervigreind leikmanna er orðin töluvert betri. Bæði með að samherjar eru að búa til hlaup til að skapa færi og andstæðingurinn oft fljótur að átta sig á hvað er í gangi. Það er skrítið að segja þetta, en boltinn er allt öðruvísi en í fyrri leikjum. Samkvæmt EA þá hafa þeir endurhugsað eðlisfræðina á bakvið boltann. Kannski er þetta ímyndun en þessi spilari finnur svo sannarlega fyrir þessari breytingu. Einnig hreyfa leikmenn sig mun betur. Fyndið að skipta yfir í FIFA 13 því leikmennirnir virka pínu klunnalegir  í samanburði við leikmennina í FIFA 14.

    Leikurinn spilast alveg ótrúlega vel og það verður gaman að fá að prufa leikinn með Ignite vélinni frá EA. Það verður gaman að sjá hvernig leikurinn mun líta út á Ps4, Xbox One og Wii U. Allt bendir til þess að við séum að fá góða viðbót við FIFA seríuna.

     

    FIFA14beta_01

     

    FIFA14beta_02

     

    FIFA14beta_03

     

    FIFA14beta_04

     

    FIFA14beta_05

     

     

    Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í fjölmiðlafræði.

     

    FIFA FIFA 14
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÞrír leikstjórar heiðraðir á RIFF
    Næsta færsla Nýjar stiklur úr RoboCop og Gravity
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.